
Veitur
Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.
Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.

Leiðtogi framkvæmdaflokks Þjónustu
Ert þú leiðtogi sem brennur fyrir öryggi, tækninýjungum og framúrskarandi þjónustu?
Veitur leitar að drífandi leiðtoga til að stýra framkvæmdaflokki Þjónustu sem sinnir vinnu og viðhaldi við alla miðla Veitna. Framkvæmdaflokkur Þjónustu er í lykilhlutverki í að tryggja framúrskarandi þjónustu og þjónustuupplifun viðskiptavina okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna með og virkja framúrskarandi öryggismenningu
- Þróa og styðja starfsfólk til að vaxa í starfi og efla faglega hæfni
- Hámarka skilvirkni í daglegum störfum og stuðla að umbótum
- Leiða innleiðingu nýrrar tækni og vinna markvisst að umbótum á vinnuferlum
- Styrkja samstarf við aðrar einingar og verktaka til að hámarka árangur
- Skapa virði fyrir viðskiptavini Veitna með góðri þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Býr yfir sterkum leiðtogahæfileikum og brennur fyrir þróun starfsfólks
- Er með sterka samskipta- og skipulagshæfileika
- Er með reynslu af stjórnun og hefur getu til að fá fólk í lið með sér
- Hefur reynslu af vinnu í öflugri öryggismenningu
- Kostur er að hafa reynslu af breytingastjórnun og umbótaverkefnum
- Er opinn fyrir nýjungum og tækniþróun
- Er með menntun sem nýtist í starfi
Advertisement published13. May 2025
Application deadline26. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Change managementProactiveCreativityLeadershipHuman relationsBusiness strategy
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Experienced construction worker - Byggingastarfsmaður
Einingaverksmiðjan

Umsjónarmaður fasteigna
Hólabrekkuskóli

Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu Þjóðleikhússins
Þjóðleikhúsið

Hjúkrunardeildarstjóri á göngudeild lyndisraskana
Landspítali

Stjórnandi verkefnaskrár og verkefnastýringar vatnsmiðla
Veitur

Fagstjóri Bergsins Headspace
Bergið headspace

Verkefnastjóri
Ístak hf

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Verkstjóri
Ístak hf

Verkefnastjóri viðhalds í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar
Kópavogsbær

Yfirverkstjóri á Selfossi
Vegagerðin

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE