Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu
Fjarðabyggð leitar að metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga í starf stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu.
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu er faglegur leiðtogi í skóla- og fræðslumálum sveitarfélagsins og ber rekstrarlega ábyrgð á fræðslumálum og þróun þeirra í sveitarfélaginu. Hann er yfirmaður skólastjórnenda leik-, grunn-, og tónlistarkóla ásamt og skólaþjónustu sveitarfélagsins.
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu er með fasta starfsstöð á skrifstofu fjölskyldusviðs á Reyðarfirði og er einn þriggja stjórnenda á fjölskyldusviði sem heyrir undir sviðstjóra fjölskyldusviðs.
Um er að ræða spennandi starf í öflugu skólasamfélagi sem er í mikilli þróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fer með faglega og rekstrarlega ábyrgð á fræðslumálum og skólaþjónustu í sveitarfélaginu og stuðlar að metnaði og fagmennsku í skólastarfi.
- Leiðtogahlutverk sem yfirmaður stjórnenda leik-, grunn og tónlistarskóla sveitarfélagsins og skólaþjónustu.
Ábyrgð á framkvæmd og skipulagi skólaþjónustu í nánu samstarfi við aðra stjórnendur fjölskyldusviðs með áherslu á eflingu forvarna og ráðgjafar á öllum skólastigum.- Umsjón með gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana, auk starfs- og framkvæmdaáætlana sem fræðslunefnd fjallar um.
- Stýrir skipulagning og mótun fræðslustarfs og skólaþjónustu með áherslu á breytingastjórnun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í menntun og kennslufræðum er áskilin
- Menntun eða reynsla á sviði stjórnsýslu sveitarfélaga er æskileg
- Framúrskarandi þekking og reynsla af stjórnun
- Þekking og reynsla af breytingastjórnun
- Þekking á lögum og reglugerðum sem tengjast fræðslumálum sveitarfélaga
- Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð
- Góð samskiptahæfni, leiðtogahæfni og þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði, góð skipulagshæfni og færni til að vinna í hóp
- Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Advertisement published28. November 2024
Application deadline23. December 2024
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
Very goodRequired
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Skills
Public administration
Professions
Job Tags
Other jobs (6)
Similar jobs (12)
Akademísk staða í raforkuverkfræði
Háskólinn í Reykjavík
Leitum af öflugum deildarstjóra
Austurkór
Deildarstjóri í teymisvinnu
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Deildarstjóri - Hallgerðargötu
Ungbarnaleikskóli Hallgerðargötu
Deildarstjóri stoðþjónustu - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Heilsuleikskólinn Asparlaut - Deildarstjóri
Reykjanesbær
Aðstoðardeildarstjóri á Brjóstamiðstöð - deild skimunar og greiningar brjóstameina
Landspítali
Aðstoðardeildarstjóri á Brjóstamiðstöð - göngudeild
Landspítali
Deildarstjóri yngsta stigs – Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri í Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði
Skólastjóri Tálknafjarðarskóla
Vesturbyggð