Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Heilsuleikskólinn Asparlaut - Deildarstjóri

Ertu metnaðarfull/ur með víðtæka þekkingu á leikskólastarfi?

Heilsuleikskólinn Asparlaut (áður Garðasel) nýr og framsækinn sex deilda leikskóli við Skólaveg 54 í Reykjanesbæ, leitar að deildarstjóra sem er tilbúinn að taka þátt í mótun og þróun metnaðarfulls skólastarfs. Skólinn opnar í byrjun árs 2025 og starfar samkvæmt Heilsustefnunni með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og skapandi starf. Aðrar lykiláherslur eru læsi í víðum skilningi og stærðfræði, þar sem kennsluaðferðin Leikur að læra er nýtt. Skólinn er einnig þáttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Embættis landlæknis.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun, skipulagning, framkvæmd og mat á starfi deildarinnar.
  • Uppeldi og menntun barna, ásamt því að tryggja einstaklingsmiðaða leiðsögn og umönnun.
  • Dagleg verkstjórn á deild og upplýsingamiðlun innan og milli deilda og við stjórnendur.
  • Samstarf við foreldra og skipulagning aðlögunar, samskipta og foreldraviðtala.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari og sérhæfing á leikskólastigi.
  • Reynsla af leikskólastarfi
  • Hæfni til að vinna í teymum, faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta æskileg.
Advertisement published25. November 2024
Application deadline9. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Hólmgarður 4, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Punctual
Professions
Job Tags