Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Eignaumsýslusvið - Verkefnastjóri viðhalds og verkframkvæmda

Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjanesbæjar leitar að öflugum verkefnastjóra!

Reykjanesbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan, skipulagðan og lausnamiðaðan einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni til starfa á eignaumsýslusviði. Starfið er fjölbreytt og krefst frumkvæðis og ábyrgðar í vinnubrögðum. Gildi Reykjanesbæjar – virðing, eldmóður og framsækni – skulu endurspeglast í starfi og framkomu viðkomandi.

Um 100% starfshlutfall er að ræða. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með viðhaldi og verkframkvæmdum á eignaumsýslusviði.
  • Gerð framkvæmdaáætlana og kostnaðargreining verka.
  • Verkefnastýring og framkvæmdastýring.
  • Eftirlit með framkvæmdum.
  • Aðkoma að öðrum verkefnum eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í byggingafræði eða byggingaiðnfræði er kostur, en sambærileg menntun kemur einnig til greina.
  • Sveinsbréf í iðn- eða tæknigreinum er kostur.
  • Reynsla og þekking á byggingaframkvæmdum er skilyrði.
  • Þekking á aðferðafræði verkefnastjórnunar er æskileg.
  • Reynslan af sambærilegum störfum er kostur.
  • Geta til að taka ákvarðanir og vinna sjálfstætt.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni bæði í töluðu og rituðu máli.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. hafa gott orðspor; framkoma og hegðun bæði á vinnustað og utan hans þarf að vera í samræmi við starfið.
Advertisement published26. November 2024
Application deadline9. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Driver's license (B)PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Project management
Professions
Job Tags