Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Deildarstjóri í launadeild

Ert þú tilbúinn til að takast á við skemmtilegar áskoranir og taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna Fjarðabyggðar?

Við leitum að nákvæmum og talnaglöggum einstaklingi með lifandi áhuga á starfsmannamálum í starf deildarstjóra í launadeild. Starfið gegnir mikilvægu hlutverki í umhaldi starfsmannamála og vinnslu launa, rík áhersla er lögð á gott skipulag og skilvirka teymisvinnu.

Um er að ræða 100% starf sem felur meðal annars í sér launavinnslu, skýrslugerð, greiningu upplýsinga og umhald mannauðsupplýsinga. Lögð er áhersla á skilvirkni og góða þjónustu við starfsfólk og stjórnendur.

Launadeildin tilheyrir mannauðs- og umbótasviði þar sem að jafnaði starfa fimm einstaklingar ásamt sviðstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Launavinnsla sem felur í sér launaútreikning og launaskráningu.
•    Uppfærsla á grunnupplýsingum launa- og mannauðskerfis.
•    Umhald á upplýsingum um störf og starfslýsingar.
•    Umhald á upplýsingum um launamenn.
•    Aðstoð við áætlunargerð í starfsmannamálum.
•    Afstemming launa og skýrslugerð.

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Stúdentspróf er áskilið og tengd háskólamenntun er kostur.
•    Þekking á kjaramálum er kostur.
•    Reynsla af launavinnslu og greiningarvinnu er kostur.
•    Reynsla af talnagreiningu og framsetningu upplýsinga er mikilvæg.
•    Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti er kostur.
•    Þekking á helstu launa- og mannauðskerfum er æskileg.
•    Skipulags- og samskiptahæfileikar eru mikilvægir.
•    Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði er mikilvægt.
•    Hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.
•    Áhugi á þátttöku í teymisstarfi og úrbótaverkefnum.

Advertisement published3. December 2024
Application deadline17. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Optional
Intermediate
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Payroll processingPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Customer service
Work environment
Professions
Job Tags