Vesturbyggð
Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum og samanstendur af þremur þéttbýliskjörnum, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, auk sveitanna þar í kring. Einstök náttúrufegurð prýðir sunnanverða Vestfirði og hér er ótal margt að sjá og upplifa.
Á svæðinu er öflugt atvinnulíf, fjölbreytt þjónusta og gott mannlíf. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu, öflugt æskulýðsstarf, leikskólar, íþróttasvæði, verslanir, sjúkrahús, verkstæði, vélsmiðjur, trésmíðaverkstæði, bíó, ferðaþjónusta og fleira. Náttúrufegurð er mikilfengleg, meðal annars eru Rauðisandur og Látrabjarg innan sveitarfélagsins. Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru fjölmargar.
Sveitarfélagið tekur vel á móti nýjum íbúum!
Skólastjóri Tálknafjarðarskóla
Vesturbyggð óskar eftir að ráða skólastjóra Tálknafjarðarskóla. Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í nýlega sameinuðu sveitarfélagi.
Tálknafjarðarskóli er samrekinn grunn- og leikskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 35 nemendur, þar fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er öflugur grænfánaskóli, heilsueflandi skóli og UNESCO skóli.
Einkunnarorð skólans eru jákvæðni – samvinna – skemmtun – þrautseigja.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg forysta og skólaþróun
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans
- Samstarf við ýmsa aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla er skilyrði
- Framhaldsmenntun í stjórnun eða uppeldis- og kennslufræðum er æskileg
- Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og þróun skólastarfs er kostur
- Leiðtogahæfni og metnaður
- Lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
Vesturbyggð aðstoðar við að finna húsnæði og veitir flutningsstyrk.
Advertisement published23. November 2024
Application deadline12. December 2024
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Sveinseyri 140310, 460 Tálknafjörður
Type of work
Skills
TeacherHuman resourcesHuman relations
Professions
Job Tags