Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Steypuhrærari hjá Steypustöðinni

Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum einstaklingi í steypuframleiðslu. Ef þú ert dugleg/ur og óhrædd/ur við að óhreinka hendurnar, gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Starfið felst í því að stýra steypuframleiðsluvélum með tölvustýringu, sem krefst góðrar tölvukunnáttu og mikillar samskiptafærni. Hjá okkur færðu tækifæri til að vinna í framsæknu umhverfi þar sem fagmennska og góð liðsheild er í fyrirrúmi.

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í okkar góða teymi. Viðkomandi þarf að vera tilbúin/n til að takast á við fjölbreyttar áskoranir og starfa í góðum hóp.

Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með steypuframleiðslu og dreifingu
  • Afhending steypu í steypubíla
  • Samskipti við Steypupantanir og steypubílstjóra
  • Eftirlit með góðri umgengni og meðhöndlun tækja
  • Vera vakandi yfir að vélbúnaður og tæki séu í lagi og tilkynna frávik yfirmanni
  • Önnur tilfallandi störf í samstarfi við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Þekking og áhugi á steypuframleiðslu er kostur
  • Almenn tölvuþekking
  • Eftirfylgni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Jákvæð framkoma
Fríðindi í starfi
  • Hádegismatur
  • Fjölbreytt verkefni
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Námskeið og fræðsla
Advertisement published17. March 2025
Application deadline30. March 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags