
Steypustöðin
Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík.
Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Þorlákshöfn ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum.
Eins og nafnið gefur kynna til er meginstarfssemi félagsins framleiðsla og afhending á steypu. Félagið rekur einnig helluverksmiðju, flotbíla fyrir flotmúr, múrverslun, efnisvinnslu og stærstu einingaverksmiðju landsins í Borgarnesi.
Hjá félaginu starfa nú um 300 starfsmenn

Steypuhrærari hjá Steypustöðinni
Steypustöðin leitar að sterkum og nákvæmum einstaklingi í steypuframleiðslu. Ef þú ert dugleg/ur og óhrædd/ur við að óhreinka hendurnar, gæti þetta verið starfið fyrir þig.
Starfið felst í því að stýra steypuframleiðsluvélum með tölvustýringu, sem krefst góðrar tölvukunnáttu og mikillar samskiptafærni. Hjá okkur færðu tækifæri til að vinna í framsæknu umhverfi þar sem fagmennska og góð liðsheild er í fyrirrúmi.
Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í okkar góða teymi. Viðkomandi þarf að vera tilbúin/n til að takast á við fjölbreyttar áskoranir og starfa í góðum hóp.
Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með steypuframleiðslu og dreifingu
- Afhending steypu í steypubíla
- Samskipti við Steypupantanir og steypubílstjóra
- Eftirlit með góðri umgengni og meðhöndlun tækja
- Vera vakandi yfir að vélbúnaður og tæki séu í lagi og tilkynna frávik yfirmanni
- Önnur tilfallandi störf í samstarfi við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Þekking og áhugi á steypuframleiðslu er kostur
- Almenn tölvuþekking
- Eftirfylgni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Jákvæð framkoma
Fríðindi í starfi
- Hádegismatur
- Fjölbreytt verkefni
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Námskeið og fræðsla
Advertisement published17. March 2025
Application deadline30. March 2025
Language skills

Required
Location
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)

Starf á útilager - Warehouse worker (forklift licence)
Einingaverksmiðjan

Bílstjóri með meirapróf CE
Colas Ísland ehf.

Umsjónarmaður fasteigna
Stracta Hótel

Verkstjóri í frysti og kæligeymslu Aðfanga
Aðföng

Sláttumenn / Garðyrkja / Hópstjórar - Sumarstarf
Garðlist ehf

Steypuhrærari í Helguvík
Steypustöðin

Vörubílstjóri - trailer / dráttarbíll
Stéttafélagið ehf.

Verkstjóri viðhaldsdeildar
SORPA bs.

Öflugur framleiðslumaður óskast í álframleiðslu á íshellu 1
Kambar Byggingavörur ehf

Umsjónarmaður fasteigna Í Hafnarborg
Hafnarfjarðarbær

Rental Agent
Cozy Campers Iceland

Experienced construction worker - Byggingaverkamaður óskast
Einingaverksmiðjan