Leikskólinn Hagaborg
Leikskólinn Hagaborg
Leikskólinn Hagaborg

Sérkennari óskast á Hagaborg

Hagaborg er 6 deilda leikskóli og þar dvelja 123 börn.

Við leitum að skapandi og áhugasömu fólki með leikskólakennaramenntun, reynslu, þekkingu til að vinna með ungum börnum.

Starfið í leikskólanum Hagaborg er fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur er eins en á hverjum degi getum við sameinast um að leggja dýrmætan grunn að þekkingu og þroska barna.

Einkunnarorð leikskólans eru virðing, vinátta og hugrekki. Unnið er með kennslustefnuna "Leikur að læra" og vináttuverkefni Barnaheilla. Þá hefur löngum verið lögð áhersla á málrækt og hreyfingu í Hagaborg. Við leikskólann er starfrækt sérkennsludeild og vantar okkur sérkennara til stuðnings barni á yngstu deildinni okkar.

Starfið er laust frá 15. apríl 2025

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
  • Að veita barni þjálfun, leiðsögn og stuðning.
  • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sérkennslu æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
  • Samgöngustyrkur
  • Menningarkort – bókasafnskort
Advertisement published20. March 2025
Application deadline3. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Fornhagi 8, 107 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Quick learnerPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Independence
Work environment
Professions
Job Tags