Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Sérfræðingur í innkaupum
Eir hjúkrunarheimili leitar að sérfræðingi á fjármála- og rekstrarsviði sem þjónustar hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamra og leigufélagið Eir öryggisíbúðir. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs. Starfsmaðurinn mun bera ábyrgð á innkaupum stofnananna þvert á svið, birgðahaldi og útboðum ásamt annarri umsýslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og samræming innkaupaferla, innleiðing og eftirfylgni þeirra
- Dagleg stjórnun innkaupa
- Innkaupasamningar og útboð
- Samskipti við innlenda og erlenda birgja
- Gerð innkaupaáætlana
- Upplýsingagjöf og greiningar
- Þátttaka í samstarfi við önnur hjúkrunarheimili og aðildarfélög Samtaka fyrirtæka í velferðarþjónustu
- Teymisvinna í ýmsum verkefnum
- Önnur tilfallandi verkefni að beiðni framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af innkaupum, útboðum og vörustjórnun
- Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga
- Almenn færni til að nýta upplýsingatæknikerfi sem starfinu tengjast
- Þekking og/eða reynsla af Timian og Business Central kostur
- Þekking og/eða reynsla af reglum um opinber innkaup kostur
- Sjálfstæði, frumkvæðni og þjónustulund
- Færni í mannlegum samskiptum og áhugi á að takast á við nýjar ákoranir
Fríðindi í starfi
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
- 36 stunda vinnuviku
- Íþróttastyrk, öflugt starfsmannafélag og gott mötuneyti.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2024.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Nánari upplýsingar veitir Eybjörg Helga Hauksdóttir forstjóri, eybjorg@eir.is .
Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá í gegnum umsóknir á heimasíðu https://jobs.50skills.com/eir/is
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili hafa hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.
Advertisement published16. January 2025
Application deadline30. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (7)
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa / iðjuþjálfanemi
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Starfsmaður í eignaumsýslu
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Skrifstofustarf í móttöku - sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Gæðastjóri í heilbrigðisþjónustu
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Staða sérfræðings í launadeild
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Hjúkrunar- og læknisfræðinemar - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Similar jobs (12)
Verkefnastjóri á skrifstofu Siðmenntar
Siðmennt
Verkefnastjóri í fasteignaumsjón
Vegagerðin
Verkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu
Háskóli Íslands
Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs
Háskóli Íslands
Verkefnastjóri á hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili
Einingaverksmiðjan leitar að verkefnastjóra framleiðslu
Einingaverksmiðjan
Verkefnastjóri
Sveitarfélagið Skagafjörður
Ert þú rafmagnaður rafvirki?
Orkusalan
Þróunarverkefnastjóri (PharmSci Lead)
Alvotech hf
Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum
Fjársýslan
Verkefnastjóri inngildingar og íslensku
Mýrdalshreppur
Starfsmaður í innkaup og lager
Advania