Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.
Starfsmaður í innkaup og lager
Advania leitar eftir lausnamiðuðum einstaklingi til starfa í innkaupum og á lager.
Starfið er mjög fjölbreytt. Það býður upp á margvísleg skemmtileg verkefni og gríðarlega gott tækifæri til að læra nýja hluti. Til dæmis samskipti við birgja, gerð og bókun innkaupapantana, tollskýrslugerð, móttaka vara inn á lager, tínsla á vörum í pantanir og margt fleira. Starfið felur í sér nána samvinnu við sölu- og fjármálasvið fyrirtækisins.
Þú þarft ekki að vera reynslubolti, en við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti og hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu.
Helstu verkefni:
- Gerð og bókun innkaupapantana
- Flutnings- og tollamál
- Samskipti við birgja og samstarfsaðila
- Almenn lagerstörf og tiltekt á vörum
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð tölvukunnátta
- Reynsla af notkun Navision er kostur
- Reynsla af vörustýringu og erlendum birgjasamskiptum er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published10. January 2025
Application deadline22. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
Very goodRequired
Location
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)
Bílstjóri
Álfaborg ehf
Liðsauki í vöruhús
Ískraft
Starfsmaður á lager
Freyja
Office Manager and Executive Assistant
Oculis
Hópstjóri
Bakkinn Vöruhótel
Vaktmaður í farþegaþjónustu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Svæðisstjóri
Bakkinn Vöruhótel
Aðstoðarrannsakandi - Sálfræðideild
Háskólinn í Reykjavík
Sumarstörf 2025 - Vöruhús
Landspítali
Lagerstjóri Lostætis - Veitingaþjónustu Alcoa Fjarðaáls
Lostæti
Sumarstörf í vöruhúsi Innnes
Innnes ehf.
Fagmannaverslun: Liðsauki í timburafgreiðslu
Húsasmiðjan