Advania
Advania
Advania

Starfsmaður í innkaup og lager

Advania leitar eftir lausnamiðuðum einstaklingi til starfa í innkaupum og á lager.

Starfið er mjög fjölbreytt. Það býður upp á margvísleg skemmtileg verkefni og gríðarlega gott tækifæri til að læra nýja hluti. Til dæmis samskipti við birgja, gerð og bókun innkaupapantana, tollskýrslugerð, móttaka vara inn á lager, tínsla á vörum í pantanir og margt fleira. Starfið felur í sér nána samvinnu við sölu- og fjármálasvið fyrirtækisins.

Þú þarft ekki að vera reynslubolti, en við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti og hefur brennandi áhuga á að veita góða þjónustu.

Helstu verkefni:

  • Gerð og bókun innkaupapantana
  • Flutnings- og tollamál
  • Samskipti við birgja og samstarfsaðila
  • Almenn lagerstörf og tiltekt á vörum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla af notkun Navision er kostur
  • Reynsla af vörustýringu og erlendum birgjasamskiptum er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published10. January 2025
Application deadline22. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags