Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Starfsmaður í eignaumsýslu
Ertu handlaginn og hefur reynslu af viðhaldi eigna?
Óskað er eftir öflugum starfsmanni í eignumsýslu hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra. Starfið felur í sér að sinna ýmsum beiðnum sem viðkemur viðhaldi og daglegum rekstri stofnunarinnar. Mikið af fjölbreyttum verkefnum í lifandi byggingum Eirar og tengdum félögum. Um er að ræða 100% framtíðarstarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir ýmsum verkbeiðnum sem viðkemur viðhaldi og daglegum rekstri.
- Umhirða, umsjón og almennt viðhald eigna, bílastæða og lóða.
- Fjarlægir rusl og lín af deildum.
- Matarsendingar.
- Sendast með sýni til rannsóknar.
- Sendast eftir vörum til viðhalds og fleira.
- Sinnir öðrum sérverkefnum sem næsti yfirmaður eða stjórnandi felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi og/eða mikil reynsla af viðhaldi eigna
- Góð íslenskukunnátta
- Jákvæðni, greiningarhæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Stundvísi
- Bílpróf
- Hreint sakavottorð skilyrði
Boðið er upp á
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
- 36 stunda vinnuviku
- Íþróttastyrkur, öflugt starfsmannafélag og gott mötuneyti
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2025. Við hvetjum öll áhugasöm sem uppfylla ofangreindar hæfnikröfur til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Kristinn Árnason, Deildarstjóri eignaumsýslu, í síma 522-5789 eða gudmundurka@eir.is
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili hafa hlotið jafnlaunavottun í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85.
Advertisement published17. January 2025
Application deadline27. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
Location
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Type of work
Skills
Building skillsPositivityHouse paintingPainterHuman relationsMasonryDriver's licencePlumbingCarpenterPunctualFlexibilityJourneyman license
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (7)
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa / iðjuþjálfanemi
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Sérfræðingur í innkaupum
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Skrifstofustarf í móttöku - sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Gæðastjóri í heilbrigðisþjónustu
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Staða sérfræðings í launadeild
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Hjúkrunar- og læknisfræðinemar - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Similar jobs (12)
Umsjón fasteigna og létt viðhald
Bílabúð Benna
Smiður í þjónustuverkefni
Höfuðborgarsvæðið
Viltu starfa í íþróttahúsi ?
ÍR
Verkefnastjóri
Axis
NÆTURVÖRÐUR
Heimavist MA og VMA
Blikksmiður
Blikkás ehf
Trésmiðir
ÍAV
Sölumaður á Akureyri
Þór hf
Stálsmiður/vélvirki/ málmsuða
Suðulist
Pípulagningamaður
Lagnaþjónusta Þorsteins ehf.
Laghentur maður óskast í uppsetningu.
Ál og Gler ehf
Umsjón með skrifstofuhúsnæði – Office Support
Travel Connect