

Sérfræðingur í greiningu fyrirtækja/ ráðgjöf við eignastýringu
Fjármála-og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing í nýtt starf við greiningu á rekstri félaga í eigu Reykjavíkurborgar.
Félög sem tilheyra Reykjavíkurborg eru m.a. Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög, Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins (Strætó), Faxaflóahafnir og Félagsbústaðir.
Leitað er eftir einstaklingi með þekkingu á rekstri fyrirtækja, greiningum, lestri ársreikninga og eignastýringu. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, frumkvæði og tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð.
Sérfræðingur í greiningu fyrirtækja ber ábyrgð á að fylgjast með rekstri og fjárhag félaganna ásamt því að sinna stefnumótandi ráðgjöf, greiningum, skýrslugerð og undirbúa svörun fyrirspurna fyrir hönd eiganda. Viðkomandi vinnur að úttektum, sinnir ritun greinargerða og umsagna auk almennrar upplýsingagjafar innan fjármála- og áhættustýringarsviðs eftir því sem við á. Sérfræðingur í greiningu fyrirtækja vinnur einnig að gerð áhættugreininga og ábatamats í samvinnu við áhættustjóra Reykjavíkurborgar.
Í boði er spennandi tækifæri til að leggja sitt af mörkum á stærsta vinnustað landsins þar sem fagmennska og aðhald skipta máli. Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni með tækifæri til starfsþróunar.
Starfið tilheyrir skrifstofu sviðsstjóra á fjármála- og áhættustýringarsviði og hefur skrifstofan aðsetur að Borgartúni 12-14.
- Fjárhagsleg greining og ráðgjöf er varðar fjármál og rekstur B-hluta félaga Reykjavíkurborgar
- Greining á rekstri félaganna og ráðleggingar er varða eignastýringu
- Gerð áhættugreininga og ábatamats í samvinnu við áhættustjóra
- Eftirlit, eftirfylgni og mat á ávöxtun og áhættum B-hluta félaga
- Greining og lestur ársreikninga
- Samskipti, gerð greinagerða, umsagna og svörun fyrirspurna.
- Skýrslugerð og almenn upplýsingagjöf
- Önnur verkefni sem starfsmanni er falið að leysa af yfirmanni
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði, framhaldsmenntun æskileg.
- Reynsla/þekking á fjármálum, greiningu og lestri ársreikninga
- Reynsla/þekking af ábatagreiningu, áhættu- og eignastýringu
- Hæfni til að greina flókinn rekstur, fjárfestingarverkefni og setja fram í texta- og skýrslugerð
- Þekking á vinnu með gögn úr fjárhagskerfum, SQL gagnagrunnum og notkun gervigreindar er kostur
- Próf í verðbréfamiðlun er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
- Framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi
- Íslenskukunnátta C2 og enskukunnátta B2 skv. evrópska tungumálarammanum
- 36 stunda vinnuvika í fullu starfi
- Heilsustyrkur, menningarkort og frítt í sund
- Samgöngusamningur
- Gott mötuneyti
Icelandic
English










