
Hnit verkfræðistofa
Hnit verkfræðistofa hf. er rótgróið fyrirtæki sem hefur verið starfrækt í 55 ár og hefur á þeim tíma veitt alla almenna verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar. Árið 2025 varð fyrirtækið hluti af Artelia Group, sem er alþjóðlegt verkfræðifyrirtæki með yfir 11.000 starfsmenn í 40 löndum. Þessi sameining veitir okkur tækifæri til að bjóða upp á fjölbreyttari og víðtækari sérfræðiþekkingu til að takast á við fleiri og stærri verkefni og veitir starfsmönnum okkar spennandi tækifæri.
Hjá verkfræðistofunni starfa nú um 40 manns, verkfræðingar, tæknifræðingar, tækniteiknarar, skrifstofumenn og annað starfslið.
Innan Hnits er starfrækt öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir reglulegum viðburðum árið um kring, til að stuðla að samheldni, vináttu og skemmtun meðal starfsliðs.
BIM sérfræðingar óskast
Við óskum eftir að ráða reynda BIM sérfræðinga. Viðkomandi vinna þétt með hönnuðum, veita tæknilega ráðgjöf og stuðning við hönnuði og verkefnateymi
Starfið er fjölbreytt, verkefnastaða góð og verkefnin bæði stór og smá. Við viljum gjarnan fá einstaklinga með reynslu inn í teymið okkar, en reynsla er þó ekki skilyrði, ef viðkomandi hefur drifkraft, frumkvæði og brennandi áhuga á starfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppbygging, þróun og innleiðing BIM-ferla og vinnubragða
- Samræming og stjórnun BIM-líkana í fjölbreyttum verkefnum
- Þátttaka í þróunar- og nýsköpunarverkefnum tengdum stafrænum lausnum
Menntunar- og hæfniskröfur
Viðeigandi menntun, t.d. í byggingarverk- eða tæknifræði, mannvirkjagerð, arkitektúr eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Góð þekking á BIM-hugbúnaði og skilningur á BIM-stöðlum, verklagi og gagnaskiptum.
Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og góð samskiptahæfni.
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Íþrótta- og samgöngustyrkur
Advertisement published15. January 2026
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Háaleitisbraut 58-60 58R, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
ConscientiousIndependenceTechnologistEngineer
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Útibússtjóri Verkís á Vesturlandi
Verkís

Viltu móta framtíð fjarskiptainnviða Íslands? Sérfræðingur í fjarskiptainnviðum og tíðnisviðum
Fjarskiptastofa

Verkefnastjórar óskast: Hönnun og framkvæmdaráðgjöf
Hnit verkfræðistofa

Sérfræðingar í hönnun lagna og loftræsingar
Hnit verkfræðistofa

Sérfræðingar í burðarþolshönnun mannvirkja
Hnit verkfræðistofa

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Garðabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmda
Garðabær

Sérfræðingur í stjórnun flutningskerfis
Landsnet

Framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu
Samgöngustofa

Scientific Software Engineer – Simulation & Signal Processing
Treble Technologies

US General Manager
Treble Technologies

Technical Solutions Engineer – Audio AI & Simulation
Treble Technologies