

Framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu
Samgöngustofa leitar að öflugum stjórnanda í starf framkvæmdastjóra siglingasviðs. Siglingasvið samanstendur af tveimur deildum, skipadeild og deild áhafna, skráninga og leyfa, auk tveggja teyma sem sinna siglinga- og hafnartengdum verkefnum. Sviðið fer með stjórnsýslu siglingamála hjá Samgöngustofu, þar á meðal leyfisveitingar og eftirlit. Það ber einnig ábyrgð á framfylgd innlendra og alþjóðlegra skuldbindinga og tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði siglingamála.
Framkvæmdastjóri siglingasviðs ber ábyrgð á starfsemi, stefnumótun og þróun sviðsins og tryggir að hún sé í samræmi við gildandi lög, reglur og opinber viðmið um rekstur. Viðkomandi er í samskiptum við innlenda hagaðila og tekur þátt í alþjóðlegu starfi. Starfið felur m.a. í sér að leiða starfsemi sviðsins á árangursríkan hátt og með hag samfélagsins að leiðarljósi.
Við leitum að áhugasömum einstaklingi um málefni sviðsins, sem hefur brennandi áhuga á stjórnun og forystu, leggur áherslu á samvinnu og vill byggja upp öfluga liðsheild og eftirsóttan vinnustað.
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur, sem og farsæl reynsla af árangursríkri stjórnun og skilvirkri framkvæmd verkefna.
- Farsæl reynsla af því að leiða og þróa starfsemi, þar á meðal uppbyggingu liðsheildar og markvisst umbótastarf.
- Hæfni til að vinna að stefnumótun og hafa áhrif á þróun regluverks og opinberrar stefnu.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði verkfræði, stjórnsýslu, lögfræði eða viðskiptafræði. Gerð er krafa um BS- eða BA-gráðu.
- Þekking á innlendu og evrópsku regluverki tengdu málaflokkum sviðsins er kostur.
- Þekking á gæðastjórnunarkerfum er kostur.
- Góðir samskiptahæfileikar ásamt jákvæðu og lausnamiðuðu viðhorfi.
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
- Góð tölvukunnátta; þekking á stafrænum lausnum og starfrænni þróun er kostur.
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun með skýran samfélagslegan tilgang og framtíðarsýn. Lögð er áhersla á uppbyggingu faglegs starfsumhverfis, góða starfsaðstöðu og sveigjanleika í starfi.
Icelandic
English










