Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Fjármála- og stjórnsýslusvið - Innkaupastjóri Reykjanesbæjar

Reykjanesbær óskar eftir að ráða metnaðarfullan og kraftmikinn innkaupastjóra til að starfa í öflugu teymi starfsfólks á fjármála- og stjórnsýslusviði bæjarins.

Innkaupastjóri ber ábyrgð á skipulagi, stefnumótun og framkvæmd innkaupa hjá Reykjanesbæ með það markmið að tryggja hagkvæmni í rekstri, fylgni við lög um opinber innkaup, innkaupareglur og fagleg vinnubrögð við samningsgerð. Innkaupastjóri vinnur þvert á deildir sveitarfélagsins og er ráðgefandi og tryggir að kaup á vörum og þjónustu séu ávallt eins hagkvæm og kostur er hverju sinni. Starfið krefst siðferðislegs þreks og nákvæmni í vinnubrögðum.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móta og fylgja eftir innkaupastefnu Reykjanesbæjar með áherslu á hagkvæmni, sjálfbærni og gagnsæi
  • Framkvæmd verðkannanna og innkaupa á vöru og þjónustu
  • Umsjón með gerð útboðsgagna, auglýsingum og mati á tilboðum í samræmi við lög um opinber innkaup (nr. 120/2016) og verkstýring á útboðsferli
  • Gerð samninga við birgja og virkt eftirlit með því að samningsbundnir aðilar uppfylli skyldur sínar
  • Greining á innkaupagögnum til að finna tækifæri til hagræðingar
  • Stuðningur og leiðbeiningar til forstöðumanna og deildarstjóra vegna minni innkaupa og innkaupaferla
  • Innleiðing tæknilausna í innkaupaferlinu og þróun og umsjón með rafrænum innkaupakerfum og sjálfvirkni í pöntunarferlum
  • Samskipti við markaðinn, birgja og aðra opinbera aðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði viðskipta-, hag- og/eða lögfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi eru skilyrði
  • Víðtæk reynsla af innkaupamálum æskileg
  • Góð þekking á lögum um opinber innkaup, stjórnsýslulögum og samningalögum
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu, verkefnastjórnun og samningagerð á fyrirtækjamarkaði æskileg
  • Góð kunnátta í notkun töflureiknis og læsi á reiknilíkönum í útboðum kostur
  • Talnagleggni og góð íslensku- og enskukunnátta bæði í máli og riti
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Hafa mjög góða samskipta- og samstarfshæfni
Hlunnindi:
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Advertisement published12. January 2026
Application deadline26. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags