
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Deildarstjóri bílastæðasjóðs
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga til að leiða þjónustu og rekstur Bílastæðasjóðs. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir ríkum umbótavilja, hugmyndaauðgi og leitast við að vera leiðandi í þjónustu við borgarbúa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarstarf í lifandi umhverfi.
Hlutverk Bílastæðasjóðs er að veita aðgengi að bílastæðum í borginni, stýra nýtingu þeirra og sinna eftirliti í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sjóðurinn ber einnig ábyrgð á rekstri sjö bílahúsa í miðborg Reykjavíkur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegum rekstri og mannauði Bílastæðasjóðs
- Ábyrgð á þróun og innleiðingu á verklagi og umbótum á starfsemi sjóðsins.
- Ábyrgð á reglulegri endurskoðun gjaldskrár, gjaldsvæða og öðrum þáttum starfseminnar.
- Gerð starfs- og fjárhagsáætlana.
- Upplýsingamiðlun, umsagnir og samskipti tengd starfsseminni.
- Stefnumótandi hlutverk í málefnum sem tengjast starfsemi sjóðsins.
- Þátttaka í þverfaglegum teymum og starfshópum um málefni er varða starfssemina.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. stjórnun, lögfræði, verkfræði, opinber stjórnsýsla o.fl.
- Haldbær stjórnunarreynsla og reynsla af stjórnun mannauðs.
- Leiðtogahæfileikar og mjög góð færni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til þess að sjá tækifæri til umbóta og til þess að gegna leiðandi hlutverki i umbótavinnu.
- Haldbær þekking á stjórnsýslulögum og lagaumhverfi starfsvettvangsins.
- Þekking og/eða reynsla af stefnumótunarvinnu auk starfs- og fjárhagsáætlanagerð.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Íslenskukunnátta C1-C2 skv. evrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.
Advertisement published5. January 2026
Application deadline18. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveLeadershipPublic administrationIndependencePersonnel administration
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Leiðtogi málefna grunnskóla
Mosfellsbær

Fjármála- og skrifstofustjóri
Rangárþing eystra

Deildarstjóri á legudeild á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Aðstoðarforstjóri
Landsnet hf.

Teymisstjóri ráðgjafateymis í upplýsingaöryggi
Syndis

Mannauðsstjóri
Reykjanesbær

Sérfræðingur í viðverustjórnun
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Forstöðumaður sölu og þjónustu
Dineout ehf.

Forstöðumaður þjónustuupplifunar
Icelandair

Sérfræðingur
Útlendingastofnun

SKRIFSTOFUSTJÓRI
Ásahreppur

Verkstjóri
Garðlist ehf