Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Deildarstjóri bílastæðasjóðs

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga til að leiða þjónustu og rekstur Bílastæðasjóðs. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir ríkum umbótavilja, hugmyndaauðgi og leitast við að vera leiðandi í þjónustu við borgarbúa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarstarf í lifandi umhverfi.

Hlutverk Bílastæðasjóðs er að veita aðgengi að bílastæðum í borginni, stýra nýtingu þeirra og sinna eftirliti í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Sjóðurinn ber einnig ábyrgð á rekstri sjö bílahúsa í miðborg Reykjavíkur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri og mannauði Bílastæðasjóðs
  • Ábyrgð á þróun og innleiðingu á verklagi og umbótum á starfsemi sjóðsins.
  • Ábyrgð á reglulegri endurskoðun gjaldskrár, gjaldsvæða og öðrum þáttum starfseminnar.
  • Gerð starfs- og fjárhagsáætlana.
  • Upplýsingamiðlun, umsagnir og samskipti tengd starfsseminni.
  • Stefnumótandi hlutverk í málefnum sem tengjast starfsemi sjóðsins.
  • Þátttaka í þverfaglegum teymum og starfshópum um málefni er varða starfssemina.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. stjórnun, lögfræði, verkfræði, opinber stjórnsýsla o.fl.
  • Haldbær stjórnunarreynsla og reynsla af stjórnun mannauðs.
  • Leiðtogahæfileikar og mjög góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til þess að sjá tækifæri til umbóta og til þess að gegna leiðandi hlutverki i umbótavinnu.
  • Haldbær þekking á stjórnsýslulögum og lagaumhverfi starfsvettvangsins.
  • Þekking og/eða reynsla af stefnumótunarvinnu auk starfs- og fjárhagsáætlanagerð.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Íslenskukunnátta C1-C2 skv. evrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.
Advertisement published5. January 2026
Application deadline18. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Personnel administration
Work environment
Professions
Job Tags