
Sérfræðingur í gerð stjórnunar- og verndaráætlana
Viltu móta framtíð friðlýstra svæða og leggja þitt af mörkum til verndar íslenskri náttúru?
Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum sérfræðingi með framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni til að taka þátt í gerð stjórnunar- og verndaráætlana. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og gefandi og verður starfsmaðurinn hluti af samhentu teymi þar sem fagmennska og virðing fyrir náttúrunni eru í forgrunni.
Starfinu er unnt að sinna frá einhverri af 15 starfsstöðvum Náttúruverndarstofnunar sem staðsettar eru víða um land. Ráðið verður í starfið tímabundið til 3 ára.
-
Vinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði
-
Samskipti við stofnanir, sveitafélög, landeigendur og aðra hagsmunaaðila
-
Þátttaka í stefnumótun og þróun verkferla
-
Þátttaka í gerð umsagna vegna skipulagsmála
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund
-
Góð skipulagsfærni og geta til að forgangsraða verkefnum
-
Gott frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
-
Reynsla eða þekking á stefnumótunarvinnu kostur
-
Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
-
Gott vald á íslensku og ensku
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd
Icelandic
English






