Sérfræðingur á sviði lífeindafræði
Við sækjumst eftir öflugum lífeindafræðingi með brennandi áhuga á nærrannsóknum og mikla þjónustulund. Einhverjum sem er tilbúin að taka þátt í að þróa nýtt og krefjandi starf sérfræðings í öflugu teymi okkar á rannsóknakjarna Landspítala. Þar fara fram greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í klínískri lífefnafræði og blóðmeinafræði. Á deildinni starfa á annað hundrað einstaklingar og leggjum við ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki.
Við viljum ráða einstakling sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði nærrannsókna, sem er lausnamiðaður, hvetjandi og brennur af áhuga fyrir eflingu einstaklinga, gæðastarfi, teymisvinnu og jákvæðum úrlausnum mála. Þekking á vísindastarfsemi og kennslu á sviði lífeindafræði er kostur.
Education and requirements
Íslenskt starfsleyfi sem lífeindafræðingur
Íslenskt sérfræðileyfi sem lífeindafræðingur
Framúrskarandi hæfni í íslensku og góð enskukunnátta
Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
Hæfni og geta til að starfa í og leiða teymi
Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni
Þekking á vísindastarfsemi og kennslu á sviði lífeindafræði er kostur
Responsibilities
Er leiðtogi í þverfaglegri samvinnu
Hefur umsjón með nærrannsóknum rannsóknarkjarna ásamt því að sitja í stýrinefnd LSH um nærrannsóknir
Vinnur að gæðamati, aðferðalýsingum og verklagsreglum
Þróar, framkvæmir og metur nýjungar í rannsóknum ásamt stjórnendum deildar
Skipuleggur og tekur þátt í kennslu eftir atvikum
Metur fræðsluþarfir starfsfólks, fræðir og metur árangurinn
Hvetur og aðstoðar starfsfólk við að efla faglega færni og þroska