

Starf í teymi sálgæslu
Landspítali auglýsir laust starf í teymi sálgæslu á spítalanum. Starfsfólk teymisins veitir sálgæslu og stuðning til sjúklinga, aðstandenda og samstarfsfólks á öllum sviðum spítalans. Starfshlutfall er 80-100% og gert ráð fyrir ráðningu frá 1. júní 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Teymi sálgæslu sinnir sálgæslu og helgihaldi og starfar í samvinnu með öðru starfsfólki og teymum spítalans að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra auk starfsfólks. Þjónusta teymisins er veitt án aðgreiningar eftir trúar- eða lífsskoðunum. Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar, erfiðar tilvistarspurningar og aðlögun breyttra aðstæðna tengda veikindum eða alvarlegum áföllum.
Innan teymisins starfa nú sjúkrahúsprestar og sjúkrahúsdjákni. Opið er fyrir umsóknir frá öllum sem hafa viðeigandi menntun og þjálfun. Teymið er í virku samstarfi við félög og trúarsamtök utan spítalans til að mæta óskum og þörfum fjölbreytilegs samfélags um þjónustu.
- Störf í teymi sálgæslu á Landspítala
- Sálgæsla og þjónusta við spítalann og deildir hans
- Þverfagleg teymisvinna
- Samstarf við trúar- og/eða lífskoðunarfélög í samræmi við óskir skjólstæðinga
- Sálgæslan sinnir öllum sviðum Landspítala og ganga starfsmenn hennar bakvaktir á öllum deildum
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntunarviðmið eru Mag. theol, eða djáknanám frá HÍ eða annað nám sem metið er sambærilegt
- Viðurkennd framhaldsmenntun í sérhæfðri sálgæslu (CPE) eða sambærileg menntun
- Viðurkenning til starfa innan trúar-og/ eða lífsskoðunarfélags viðkomandi
- Haldgóð reynsla af sálgæslustarfi; starfsreynsla af sálgæsluþjónustu
- Reynsla af starfi á sjúkrahúsi er kostur
- Reynsla af helgihaldi er kostur
- Mjög góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
- Mjög rík þjónustulund og jákvætt viðmót
- Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu
- Góð íslensku- og enskukunnátta



























