
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa er leiðandi í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Hellu og í Eyjafjarðarsveit. Stofnunin heyrir undir Barna- og menntamálaráðuneytið.
Meginverkefni Barna- og fjölskyldustofu er að veita fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu á sviði barnaverndar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Stofnunin leggur mat á væntanlega fósturforeldra, heldur fósturforeldranámskeið ásamt því að veita fósturforeldrum ráðgjöf og stuðning.
Veitir börnum, innan barnaverndar, þjónustu sem lýtur að sérhæfðum meðferðarúrræðum (Stuðlar, Lækjarbakki og Bjargey), fjölkerfameðferð MST og starfsemi Barnahúss.
Auk þess leggur stofan áherslu á fræðilegar rannsóknir og stuðning við þróunar- og rannsóknarstarf ásamt uppsetningu og innleiðingu á samræmdum gagnagrunni í barnavernd á landsvísu.
Meginmarkmið Barna- og fjölskyldustofu:
• Veita framúrskarandi þjónustu í þágu farsældar barna með áherslu á gæðaþróun og stafrænar lausnir.
• Vera í fararbroddi í fræðslu og leiðsögn við þá sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu.
• Veita fjölbreytt og sérhæfð úrræði fyrir börn byggð á gagnreyndum aðferðum.
• Stofnunin búi yfir fjölbreyttum starfshóp sem er faglegur og kraftmikill.

Starfsmaður í teymi tölulegra upplýsinga og rannsókna
Hefur þú áhuga á því að starfa við söfnun og framsetningu á mikilvægri tölfræði hjá Barna- og fjölskyldustofu?
Barna- og fjölskyldustofa leitar að starfsmanni í teymi tölulegra upplýsinga og rannsókna. Staðan heyrir undir farsældarsvið og næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sviðsins. Um 100% starf á starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Söfnun tölulegra upplýsinga um þjónustu við börn, farsæld barna og barnavernd.
- Samskipti við sveitarfélög, stofnanir og ráðuneyti vegna tölulegra upplýsinga.
- Úrvinnsla og framsetning á tölulegum upplýsingum.
- Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunnháskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. innan félags-, uppeldis-, menntunar- og heilbrigðisvísinda.
- Hæfni á SPSS eða sambærilegum forritum.
- Hæfni til að setja saman texta og skrifa skýrslur út frá tölulegum upplýsingum.
- Þekking á barnaverndarlögum og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er kostur.
- Mjög góða samskiptafærni, jákvætt viðhorf og hæfni til að vinna í teymi.
- Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Skipulagshæfni, nákvæmni og lausnamiðuð hugsun.
- Mjög góð íslensku og ensku kunnátta í mæltu og rituðu máli.
Advertisement published16. May 2025
Application deadline26. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Borgartún 21*, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags