
Orkuveitan
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.
Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.
Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Sérfræðingur á fjármálasviði – tímabundið starf
Fjármálasvið Orkuveitunnar leitar að lausnamiðuðum einstaklingi í tímabundið starf til eins árs.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði fjármálagreininga og kostnaðareftirlits fyrir dótturfélagið Veitur.
Um er að ræða krefjandi hlutverk þar sem unnið er þétt með stjórnendum og lykilaðilum innan samstæðunnar að þróun og eftirfylgni með rekstrartölum
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit og greining á fjárhagstölum og frávikum
- Undirbúningur og úrvinnsla mánaðarlegra uppgjöra og kynninga
- Samstarf við teymi innan Orkuveitunnar og Veitna við umbætur og innleiðingu nýrra lausna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði fjármála, hagfræði eða viðskiptafræði
- Reynsla af greiningarvinnu og uppgjörum
- Góð þekking á Excel; reynsla af Power BI er kostur
- Frumkvæði, nákvæmni og góð hæfni í samskiptum
Advertisement published23. December 2025
Application deadline8. January 2026
Language skills
No specific language requirements
Location
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Fjármálastjóri
Linde Gas

Launafulltrúi
Vinnvinn

Chief Financial Officer
Kaldvík

Sérfræðingur í Viðskiptalausnum
Landsbankinn

Rekstrarstjóri umhverfis og veitna
Mosfellsbær

Deildarstjóri hag- og áætlunardeildar
Mosfellsbær

Fyrirtækjaráðgjafi - Selfoss
Íslandsbanki

Sérfræðingur á fjármálasviði
Arctic Adventures

Hagfræðingur á málefnasviði
Viðskiptaráð

Fjármálastjóri
TILDRA byggingafélag

Sölustjóri (Head of Sales)
Taktikal

Forstöðumaður sölu og þjónustu
Dineout ehf.