Salaskóli
Salaskóli
Salaskóli

Salaskóla vantar stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur

Við í Salaskóla óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinendur frá og með nýju skólaári. Gæti hentað vel sem hlutastarf með námi eða tímabundið fyrir þá sem byrja í námi um áramót.

Salaskóli tók til starfa haustið 2001 og er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. árgangi. Í Salaskóla eru ríflega 500 nemendur og um 100 starfsmenn. Í skólanum er faglegt og metnaðarfullt starf undir einkunnarorðunum vinátta - virðing - samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Í störfum stuðningsfulltrúa og frístundaleiðbeinenda felst stuðningur við nemendur í námi og leik. Fyrri hluta dags er unnið með nemendum í kennslustundum og eftir hádegi í frístundastarfi – til greina kemur að ráða starfsmenn í fullt starf eða hlutastarf sem væri þá ýmist fyrir eða eftir hádegi.

Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja vaxa og þroskast í starfi, vera í fjölbreyttu og lifandi umhverfi og eiga skemmtilega vinnufélaga!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við nemendur í fjölbreyttum aðstæðum í námi og leik, inni og úti, m.a. í íþróttum og sundi
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans, áætlunum og verkefnalýsingum
  • Samstarf við alla aðila skólasamfélagins um hagsmuni nemenda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
  • Stundvísi og reglusemi
  • Vera tilbúin að vinna eftir stefnu skólans og geta tekið leiðsögn
  • Vilji og færni til teymissamstarfs
  • Vilji og færni til að starfa í fjölbreytilegu og lifandi umhverfi
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og jákvæðni
  • Góð tök á íslensku, töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Advertisement published30. April 2025
Application deadline14. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Versalir 5, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Patience
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags