
Landfari ehf.
Landfari ehf. er með umboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er dótturfélag Vekru sem á meðal annars Bílaumboðið Öskju, Dekkjahöllina og fleiri félög.
Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi. Landfari tók nýverið við þjónustuumboði fyrir Hammar gámalyftur og sölu- og þjónustuumboði fyrir Wabco vörur, VAK vagna og Faymonville vagna.
Höfuðstöðvar Landfara eru til húsa í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en auk þess hefur Landfari starfsstöðvar í Klettagörðum 4 en í sumar mun það verkstæði flytja í stærra og betra húsnæði í Klettagörðum 5. Einnig í sumar mun opna ný starfsstöð hjá Landfara á Álfhellu 15 í Hafnarfirði.

Óskum eftir færum bifvélavirkjum
Landfari óskar eftir að ráða færa bifvélavirkja til að sinna viðgerðum og viðhaldi á Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Öll almenn viðhalds- greiningar- og viðgerðarsvinna.
- Meðhöndlun bilanagreina og uppflettingar í kerfum framleiðanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í bifvélavirkjun eða vélvirkjun
- Samstarfs - samskiptafærni
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
- Skipulagshæfni. Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð
- Lærdómsfús og geta tileinkað sér nýjungar
- Góð enskukunnátta, lesin, skrifuð og töluð
- Almenn tölvukunnátta
- Ökuréttindi (aukin ökuréttindi eru kostur)
Fríðindi í starfi
- Afsláttarkjör af bílum og vara- og aukahlutum
- Niðurgreiddur hádegismatur
Advertisement published26. February 2025
Application deadline9. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Type of work
Skills
MechanicJourneyman licenseIndustrial mechanics
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (6)
Similar jobs (12)

Þjónustustjóri
Dynjandi ehf

Málmiðnaðarmaður - Grundartanga
Héðinn

Verkefnastjóri véla og tækja
Þjónustustöð Mosfellsbæjar

Hraunbræðslusérfræðingur í Vík- Lava Melter in Vík
Lava Show

Vélvirki
Alkul ehf

Öflugur starfsmaður óskast
Múlaradíó ehf

Vélfræðingar
Jarðboranir

Bifvélavirki fyrir Velti
Veltir

Getum bætt við okkur vönum véla- og verkamönnum
GH Gretarsson

Sumarstörf - þjónustustöð og vinnuflokkur á Suðurlandi
Vegagerðin

Allar almennar bílaviðgerðir
Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora