
Landfari ehf.
Landfari ehf. er með umboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er dótturfélag Vekru sem á meðal annars Bílaumboðið Öskju, Dekkjahöllina og fleiri félög.
Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi. Landfari tók nýverið við þjónustuumboði fyrir Hammar gámalyftur og sölu- og þjónustuumboði fyrir Wabco vörur, VAK vagna og Faymonville vagna.
Höfuðstöðvar Landfara eru til húsa í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en auk þess hefur Landfari starfsstöðvar í Klettagörðum 4 en í sumar mun það verkstæði flytja í stærra og betra húsnæði í Klettagörðum 5. Einnig í sumar mun opna ný starfsstöð hjá Landfara á Álfhellu 15 í Hafnarfirði.

Starfsmaður á verkstæði
Landfari óskar eftir áhugasömum og duglegum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur á nýju verkstæði okkar að Álfhellu 15, Hafnarfirði, sem opnar á vordögum 2025.
Ef þú hefur reynslu af þjónustu- og viðhaldsviðgerðum á stærri ökutækjum og vilt starfa á verkstæði sem er búið fyrsta flokks tækjabúnaði, lyftum í gólfi fyrir vörubíla og vagna, auk sérútbúinnar smurgryfju – þá er þetta rétta tækifærið fyrir þig!
Við leggjum áherslu á framúrskarandi aðstöðu fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini og bjóðum upp á nútímalegt og vel búið vinnuumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Allar almennar þjónustu- og viðhaldsviðgerðir
- Smurþjónusta
- Skráning í viðhaldskerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla í þjónustu- og viðhaldsviðgerðum ökutækja
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Vilji til efla þekkingu og færni
- Góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Góð kunnátta í íslensku og/eða ensku
- Bílpróf, meirapróf er kostur
Fríðindi í starfi
- Afsláttarkjör af bílum, vara- og aukahlutum
- Niðurgreiddur hádegismatur
Advertisement published27. February 2025
Application deadline9. April 2025
Language skills
No specific language requirements
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (6)

Pracownik warsztatu
Landfari ehf.

Poszukujemy wykwalifikowanych mechaników samochodowych.
Landfari ehf.

Sumarstarf - Lager og útkeyrsla
Landfari ehf.

Starfsmaður á vagnaverkstæði
Landfari ehf.

Óskum eftir færum bifvélavirkjum
Landfari ehf.

Pracownik warsztatu naczep oraz wind do kontenerów.
Landfari ehf.
Similar jobs (12)

Þjónustustjóri
Dynjandi ehf

Málmiðnaðarmaður - Grundartanga
Héðinn

Verkefnastjóri véla og tækja
Þjónustustöð Mosfellsbæjar

Hraunbræðslusérfræðingur í Vík- Lava Melter in Vík
Lava Show

Vélvirki
Alkul ehf

Öflugur starfsmaður óskast
Múlaradíó ehf

Vélfræðingar
Jarðboranir

Bifvélavirki fyrir Velti
Veltir

Allar almennar bílaviðgerðir
Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur

Vanur innréttingar sprautari óskast
Parki

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Starfsmaður á verkstæði / Car mechanic
KúKú Campers Ehf.