
Héðinn
Héðinn er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns við fjölbreytt störf, allt frá hönnun að fullbúnum vörum ásamt viðhalds- og þjónustuverkefnum um allan heim.
Héðinn leitast við að veita samkeppnishæfa þjónustu á öllum sviðum og leggur mikið upp úr góðri starfsaðstöðu og aðbúnaði. Að auki leggur fyrirtækið áherslu á að fylgja framþróun í tækjakosti eins og unnt er til að auðvelda störf og auka gæði og framleiðni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, endurnýjun og viðhald og helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki, sveitarfélög og önnur málmiðnaðarfyrirtæki.
Stærstu verkefnin í dag eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði.
Héðinn rekur fimm starfsstöðvar en meginþorri starfsfólks starfar í höfuðstöðvum félagsins við Gjáhellu. Aðrar starfsstöðvar eru í Íshellu,þjónustuverkstæði á Grundartanga og útibú á Akureyri og í Noregi.
Húsakynnin við Gjáhellu eru 8.000 fermetrar og lóðin 20.000 fermetrar. Í húsinu er mötuneyti fyrir starfsfólk og glæsileg líkamsræktaraðstaða.
Að jafnaði starfa um 100 hjá Héðni. Meðal starfsgreina má nefna stálsmiði, rennismiði, tæknifræðinga, vélstjóra, vélvirkja, verkfræðinga, stjórnendur, skrifstofufólk og matreiðslumenn.

Málmiðnaðarmaður - Grundartanga
Héðinn hf. er leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði og véltækni með yfir 100 ára reynslu af þjónustu við sjávarútveg, stóriðju og orkuiðnað, bæði hérlendis og erlendis.
Við leitum að reyndum málmiðnaðarmönnum til starfa á þjónustuverkstæði okkar á Grundartanga. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd viðhaldi og þjónustu fyrir stóriðju á svæðinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald og þjónusta á vélbúnaði
- Nýsmíði úr stáli
- Uppsetning og samsetning búnaðar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi
- Fagleg vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Vinna í faglegu og traustu starfsumhverfi
- Akstur til og frá Akranesi í boði
- Heitur matur í hádeginu
- Góð vinnuaðstaða
Advertisement published4. March 2025
Application deadline16. March 2025
Language skills

Required
Location
Grundartangi álver 133197, 301 Akranes
Type of work
Skills
Steel constructionIndustrial mechanics
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Þjónustustjóri
Dynjandi ehf

Verkefnastjóri véla og tækja
Þjónustustöð Mosfellsbæjar

Hraunbræðslusérfræðingur í Vík- Lava Melter in Vík
Lava Show

Vélvirki
Alkul ehf

Vélfræðingar
Jarðboranir

Bifvélavirki fyrir Velti
Veltir

Sumarstörf hjá Þjónustumiðstöð Kópavogs
Sumarstörf - Kópavogsbær

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Afgreiðsla í verslun og lager
Íshúsið ehf

Ráðagóðir rafvirkjar í Borgarnesi
RARIK ohf.

Vélvirki/Stálsmiður óskast
Hagverk ehf.

Sláttumenn / Garðyrkja / Hópstjórar - Sumarstarf
Garðlist ehf