Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Öryggis- og húsvörður stjórnsýsluhúsa

Þjónustu- og nýsköpunarsvið leitar að ábyrgum og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna daglegum rekstri og eftirliti með stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar. Þau eru Ráðhús Reykjavíkur, Borgartún 8–16a, Höfði og Tjarnargata 12. Starfið er fullt starf (100%) og tímabundið í eitt ár.

Sem öryggis- og húsvörður munt þú sinna almennri öryggis- og húsvörslu, þar á meðal er eftirlit með hússtjórnar- og öryggiskerfum, aðgangshurðum, stöðu lýsingar, hitastillinga, raftækjum og loftræstikerfum. Öryggis- og húsverðir eru á útkallslista vegna bruna- og innbrotakerfa og sinna reglulega bakvöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sem öryggis- og húsvörður munt þú ...

  • Sinna staðbundinni öryggisgæslu í kringum fundi borgarstjórnar, viðburði, móttökur eða í tengslum við tilfallandi verkefni í eða við stjórnsýsluhús.
  • Fylgjast með ástandi og tryggja nauðsynlegt viðhald stjórnsýsluhúsa, lóða þeirra og innganga, húsbúnaðar og lykilinnviða sem og sérstakra muna.
  • Opna og loka húsum í tengslum við viðburði, móttökur, nýframkvæmdir og vegna viðhaldsþarfar.
  • Aðstoða og þjónusta starfsfólk, kjörna fulltrúa, gesti og gangandi.
  • Bera ábyrgð á að húsnæði, lóðir, inngangar og nánasta umhverfi þeirra sé haldið snyrtilegu og öruggu.
  • Hafa eftirlit með sorpi og frágangi þess. Tryggja að sorpgeymslum sé haldið snyrtilegum og sótthreinsun á tunnum fyrir lífrænt sorp.
  • Flagga vegna móttaka, opinberra hátíðisdag og annarra fánadaga og viðburða.
  • Gæta þess að fundarherbergi, salir og önnur aðstaða sé snyrtileg og að tækjabúnaður sé í lagi.
  • Undirbúa og ganga frá vegna ýmissa funda, viðburða og móttaka. Uppstilling húsgagna, húsmuna og nauðsynlegra aðfanga, auk minniháttar uppsetningu tækjabúnaðar.
  • Viðvera og þátttaka í viðburðum, móttökum og formlegum fundum eins og þörf er á. Móttaka gesta eins og þörf krefur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Marktæk reynsla af öryggis og/eða löggæslustörfum mikill kostur.
  • Mikil og góð hæfni í mannlegum samskiptum í krefjandi aðstæðum.
  • Hæfni til að skynja, skilja og bregðast við í krefjandi aðstæðum.
  • Þjónustulipurð og sveigjanleiki.
  • Rík skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðað hugarfar og frumkvæði í starfi.
  • Reynsla af húsumsjón, fasteignatengdum viðhaldsstörfum og verkefnum þeim tengdum.
  • Reynsla og þekking á rekstri öryggis- og hússtjórnarkerfa kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Reynsla af verkbeiðnakerfum kostur.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði. Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum.
  • Góð enskukunnátta kostur. Enska B1 skv. samevrópska tungumálarammanum.
  • Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika.
Fríðindi í starfi

Við bjóðum upp á:

  • Góðan og heilsueflandi vinnustað.
  • Sterka liðsheild og gott andrúmsloft.
  • Skapandi menningu og sálrænt öryggi.
  • Fræðslu, þjálfun og tækifæri til að þróast í starfi.
  • Jafnrétti, fjölbreytileika og virðingu í störfum.
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
  • 36 stunda vinnuviku og 30 daga sumarleyfi.
  • Frábæra aðstöðu, mötuneyti og ávexti á kaffistofu.
  • Heilsu- og samgöngustyrk, sundkort og menningarkort.
Advertisement published15. October 2025
Application deadline29. October 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags