

Vaktstjóri Árbæjarlaug
Vinsamlega athugið að eingöngu er unnið úr umsóknum sem berast í gegnum þennan link: https://reykjavik.is/job/38603/
Árbæjarlaug óskar eftir vaktstjóra til starfa!
Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu.
Sundlaugarnar eru tilvalinn starfsvettvangur fyrir fólk sem vill vinna í fjörugu og skemmtilegu umhverfi og hefur ánægju af því að umgangast og þjónusta viðskiptavini.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýrir verkaskiptingu á milli starfsfólks.
- Sér um skipulagningu vakta og afleysingu vegna fjarvista og veikinda.
- Móttaka og þjálfun nýs starfsfólks á vakt samkvæmt verkferlum (þjálfunaráætlun).
- Hefur eftirlit með húsnæði, áhöldum, leiktækjum og vélbúnaði, kemur ábendingum áleiðis eftir því sem við á ásamt því að lagfæra og þrífa eftir því sem við verður komið.
- Hefur eftirlit með afgreiðslu og kortakerfi ásamt skiptimynt og uppgjöri.
- Sér um innkaup í samráði við forstöðumann.
- Sér um móttöku á vörum og frágangi eða förgun á sorpi.
- Stýrir vaktfundum einu sinni til tvisvar í mánuði.
- Stýrir neyðaræfingum mánaðarlega.
- Þátttaka í vaktstjórafundum og forstöðumannafundum eftir þörfum.
- Ber ábyrgð á í samráði við forstöðumann að stefnum Reykjavíkurborgar sé framfylgt.
- Annast önnur þau störf sem vaktstjóra kunna að vera falin af forstöðumanni og falla innan eðlilegs stafsviðs hans.
- Vaktstjóri ber ábyrgð á vaktinni og er verkstjórnandi þar sem hann hefur umsjón með daglegum störfum starfsfólks. Vaktstjóri heyrir sjálfur undir forstöðumann.
- Yfirumsjón með skipulagningu, eftirliti og mönnun vakta.
- Framkvæmd og eftirlit með öryggismálum, upplýsingar um öryggismál til starfsfólks og gesta.
- Ber ábyrgð á að unnið sé samkvæmt starfs- og verklýsingum og umgengnisreglum.
- Vaktstjóri ber ábyrgð á daglegu uppgjöri og hefur yfirumsjón með afgreiðslu- og kortakerfi.
- Vaktstjóri ber ábyrgð á að reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum sé framfylgt.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun sem nýtist í starfi sambærileg stúdents- eða sveinsprófi eða jafngildrar þekkingar á starfssviðinu.
- Nám eða námskeið á sviði stjórnunar eða þjónustumála.
- Reynsla af verk- og starfsmannastjórnun.
- Reynsla af þjónustustarfi.
- Skipulagshæfileikar.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Þjónustulund.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Almenn tölvukunnátta skilyrði.
- Gott vald á íslensku máli.
- Kunnátta í ensku æskileg.
- Krafa um endurmenntun í skyndihjálp og sérhæft námskeið um björgun úr laug og æskilegt að standast árlegt hæfnispróf laugarvarða.
- Hreint sakavottorð.
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
- Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameykis.
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur.
- Sundkort.
- Menningarkort.
Advertisement published13. October 2025
Application deadline25. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Fylkisvegur 9, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Customer checkoutReliabilityAdaptabilityStock managementProfessionalismHonestyClean criminal recordHuman relationsFirst aidNeatnessPunctualSwimming
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Ræstingastjóri
Klíníkin Ármúla ehf.

Heilsuhúsið Kringlunni - þjónusta og ráðgjöf
Heilsuhúsið

Sölufulltrúi - Fullt starf hjá Heimilistækjum
Heimilistæki ehf

Starfsmaður í mötuneyti ÁTVR
Vínbúðin

Öryggis- og húsvörður stjórnsýsluhúsa
Reykjavíkurborg

Tímabundin ráðning - temporary employment
Zara Smáralind

Rafgeymasalan - Afgreiðsla og þjónusta
Rafgeymasalan ehf.

Störf í ræstingum á Akureyri / Cleaning jobs in Akureyri
Dagar hf.

Verslunarstarf á Akureyri
Penninn Eymundsson

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Aðstoð í mötuneyti Elkem Grundartanga
Múlakaffi ehf

Þjónusta í apóteki - Flakkari
Lyf og heilsa