
Klíníkin Ármúla ehf.
Klíníkin er sérhæfð lækninga- og heilsumiðstöð og er staðsett í Ármúla 9, 108 Reykjavík. Við Klíníkina starfa þrautreyndir sérfræðilæknar og hjúkrunarfræðingar sem öll leggja sig fram við að veita persónulega þjónustu og hafa skjólstæðinga sína ávallt í öndvegi. Markmið Klíníkurinnar er að greina vanda, ráðleggja um leiðir til lausna og framkvæma nauðsynlegar aðgerðir. Samstarf reyndra lækna og hjúkrunarfræðinga með mikla starfsreynslu hérlendis og erlendis tryggir gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Aðbúnaður er til fyrirmyndar í Klíníkinni hvort sem um er að ræða læknamóttöku eða á skurðstofum og er mikil áhersla lögð á að tækjabúnaður uppfylli ströngustu kröfur á alþjóðlegan mælikvarða. Hugmyndafræði Klíníkurinnar byggist á teymisvinnu og því að sinna sérþörfum sjúklinga og veita heildarþjónustu frá greiningu, skurðaðgerð og þar til annari meðferð lýkur.
Ræstingastjóri
Klíníkin Ármúla leitar að skipulögðum og ábyrgum einstaklingi í starf ræstingastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í stækkandi fyrirtæki.
Um starfið
- Starfshlutfall: 100%
- Vinnutími: Virkir dagar á dagvinnutíma.
- Ráðning er hugsuð til lengri tíma
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón og stjórnun verkefna ræstingar
- Tryggir að umhverfi sjúklinga og starfsfólks sé ávallt hreint og snyrtilegt
- Ber ábyrgð á að tryggja að reglum og verkferlum varðandi sýkingavarnir sé framfylgt við ræstingu
- Ber ábyrgð á að tryggja að reglum um hreinlæti og smitgát sé framfylgt af hálfu ræstingar
- Þjálfun starfsmanna í ræstingum
- Ræstingar eins og þörf er á vegna forfalla/orlofs starfsmanna
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð skipulagshæfni
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af ræstingum
- Fyrri starfsreynsla af heilbrigðisstofnun er æskileg
- Reynsla af mannaforráðum er kostur
Advertisement published15. October 2025
Application deadline26. November 2025
Language skills

Required

Required

Optional
Location
Ármúli 9, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
ReliabilityProfessionalismClean criminal recordHuman relationsAmbitionDriver's licenceIndependencePunctualTeam workCleaning
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Störf í ræstingum á Akureyri / Cleaning jobs in Akureyri
Dagar hf.

Vaktstjóri
Laugardalshöll Íþrótta- og sýningarhöllin

Ræstingar og húsvarsla - Cleaning and housekeeping
Knattspyrnufélagið Víkingur

Jákvætt og hjartahlýtt starfsfólk óskast í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Kvenkyns starfsmaður íþróttamiðstöðvar Norðfjarðar
Fjarðabyggð

Uppvaskari / Dishwasher
Tapas barinn

Vaktstjóri Árbæjarlaug
Reykjavíkurborg

Skilled Worker – Roof Gutters Installation & Cleaning Services
Skrúbb ehf.

Heimilisþrif
Heimilisþrif

Gestgjafar Sky Lagoon/Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon

Uppvaskari / Dishwasher
Sælkeramatur ehf.

Kjörbúðin Djúpavogi verslunarstarf
Kjörbúðin