Hofsstaðaskóli Garðabæ
Hofsstaðaskóli Garðabæ
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Húsvörður óskast til starfa í Hofsstaðaskóla

Í Hofsstaðaskóla eru 450 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 90 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar. Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.hofsstadaskoli.is.

Húsvörður hefur umsjón og eftirlit með húsnæði, lóð og tækjum skóla og öðrum eignum hans og sér til þess að öryggis sé gætt sem tryggi nemendum og starfsfólki góðar aðstæður til skólahalds í skólabyggingu og á skólalóð. Hann er þátttakandi í því uppeldisstarfi sem fer fram innan skólans og ber að gegna starfinu samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla, reglugerðum, starfslýsingu og kjarasamningi. Húsvörður Hofsstaðaskóla annast einnig viðhald á tveimur leikskólum í samstarfi við Eignarsjóð Garðabæjar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fylgist með ástandi húss, muna og lóðar og sér um daglegt viðhald, er jafnframt tengiliður við tækni- og umhverfissvið Garðabæjar vegna meiriháttar viðhalds
  • Hefur umsjón og eftirlit með húseign, nærumhverfi, skólalóð og kerfum
  • Hefur yfirumsjón með opnun grunnskóla að morgni áður en aðrir starfsmenn og nemendur koma til starfa og sér til þess að gengið sé frá að kvöldi
  • Hefur yfirumsjón með flokkun og frágangi á sorpi
  • Er tengiliður við verktaka í ræstingu og starfsmenn þess í húsinu
  • Er öryggisfulltrúi viðkomandi skóla
  • Sér um innkaup á vörum og þjónustu í samráði við skólastjóra
  • Önnur störf sem skólastjóri felur viðkomandi enda samrýmist þau starfssviði hans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun er skilyrði.
  • Reynsla af umsýslu fasteigna æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og þjónustulund
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar
  • Ánægja af vinnu með börnum og ungmennum
  • Áhugi á umhverfismálum og sjálfbærni
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum
  • Almenn tölvukunnáttu og geta tileinkað sér tækninýjungar
  • Hæfni til að vinna undir álagi
  • Líkamleg færni til að sinna verkefnum
  • Almenn ökuréttindi
Fríðindi í starfi

Starfsmenn sveitarfélagsins fá hreyfistyrk, frítt í sund, á bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands. Þá hefur starfsfólk í skólum Garðabæjar möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

Advertisement published7. October 2025
Application deadline23. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Skólabraut
Type of work
Professions
Job Tags