
Laugarás Lagoon
Í sumar bætist ný perla í einstakt landslag uppsveita Árnessýslu. Laugarás Lagoon er nýr baðstaður í hjarta Suðurlands, við hina glæsilegu brú sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Baðstaðurinn er hannaður þannig að hann fellur á fullkominn hátt inn í landslagið og veitir gestum einstaka upplifun með baðlóni á tveimur hæðum og einstöku útisvæði. Nákvæm dagsetning opnunar verður tilkynnt með vorinu.
Mikilvægur þáttur í töfrum Laugarás Lagoon verður veitingastaðurinn Ylja sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir. Á Ylju munu gestir njóta matreiðslu sem nýtir ferskt sjávarfang, afurðir frá bændum á Suðurlandi, þá ekki síst hið ljúffenga grænmeti sem svæðið er þekkt fyrir.

Bað- og öryggisvörður/Spa & Safety Attendant
(English below)
Við leitum að ábyrgðarfullu og þjónustulunduðu fólki til starfa við bað- og öryggisgæslu á nýjum og spennandi baðstað sem er að opna í hjarta Laugaráss. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni þar sem öryggi, hreinlæti og ánægja gesta og starfsmanna eru í forgrunni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja öryggi gesta og fylgjast með að öryggisreglum sé fylgt.
- Hafa virkt eftirlit með böðum, búningsklefum og öðrum aðstöðu.
- Veita gestum upplýsingar og leiðbeiningar á kurteislegan og faglegan hátt.
- Gæta að hreinlæti og aðbúnaði svæðisins.
- Bregðast hratt og rétt við í neyðartilvikum og veita skyndihjálp þegar þörf krefur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi er kostur, en ekki skilyrði.
- Gild réttindi í skyndihjálp eru nauðsynleg, eða vilji til að sækja slíkt námskeið.
- Góð viðbragðsgeta og færni í að bregðast rétt við óvæntum aðstæðum.
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Fríðindi í starfi
- Tækifæri til að taka þátt í að skapa glænýjan vinnustað í einstöku umhverfi á Suðurlandi
- Við getum boðið upp á húsnæði í nálægð við vinnustaðinn.
- Tækifæri til starfsþróunar
- Líflegt starfsumhverfi innan ferðaþjónustunnar
- Aðgangur að þjónustu fyrirtækisins
Advertisement published15. September 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Skálholtsvegur 1, Laugarási
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (7)

Laugarvörður - Kópavogslaug - Hlutastarf
Kópavogsbær

Starfsmaður í íþróttamannvirkjum
Kópavogsbær

Tindur Gæsla óskar eftir dyravörðum
Tindur Gæsla ehf.

Viltu starfa í íþróttahúsi ?
ÍR

Ökuleiðsögumaður (Driver-Guide)
Hótel Húsafell

Starfsmaður í íþróttahús
Fimleikafélagið Björk

Framtíðarstarf í olíubirgðastöð
Olíudreifing - Dreifing