Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Vertu hluti af öryggisteymi okkar á Keflavíkurflugvelli 40-60% starf

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum og þjónustu á sviði öryggis og velferðartækni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfar ört stækkandi hópur sérfræðinga með mikinn áhuga, víðtæka þekkingu og reynslu í þjónustu við viðskiptavini.

Við leggjum mikla áherslu á gæði og persónulega þjónustu sem byggir á gildum fyrirtækisins: forysta umhyggja og traust.

Hefur þú brennandi áhuga á öryggi?

Öryggismiðstöðin leitar að jákvæðum og öflugum einstaklingum sem hafa áhuga á öryggi og velferð annarra, eru jákvæðir og geta tekið skjótar og réttmætar ákvarðanir.

Í boði er 40-60% starfshlutfall hjá Aviör sem hefur starfsstöðvar á Keflavíkurflugvelli.

Aviör starfsmenn gegna lykilhlutverki í að tryggja að farþegar og flugvélar fari örugglega og á réttum tíma.

Starfið fellur undir deildina Mannaðar lausnir, sem veitir fjölbreytta öryggisgæslu, þar á meðal útkallsþjónustu, flutning verðmæta og almenna öryggisþjónustu fyrir viðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar.

Um er að ræða starf í traustu, samheldnu og metnaðarfullu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðgangsstýring að flugvélum og öryggissvæðum
  • Umsjón með skimunarbúnaði og tækni til að finna hættulega hluti í farangri, farmi og/eða á farþegum
  • Fylgja stefnu fyrirtækisins og lögbundnum kröfum
  • Ábyrgð á vöktun og öryggisverkefnum samkvæmt verklagsreglum fyrirtækisins
  • Halda jákvæðu, faglegu og kurteisu viðmóti gagnvart farþegum ávallt
  • Almenn öryggisþjónusta og tengd verkefni fyrir fyrirtæki
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 20 ára aldurstakmark
  • Hreint sakavottorð
  • Góð enskukunnátta í tali og riti
  • Reynsla í þjónustu og jákvæðni í störfum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og færni í teymisvinnu
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Geta til að aðstoða viðskiptavini við öryggistengd verkefni
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Bílpróf
  • Almenn tölvukunnátta er kostur
Advertisement published7. October 2025
Application deadline17. October 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Askalind 1, 201 Kópavogur
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Type of work
Professions
Job Tags