

MST meðferðaraðili
Barna- og fjölskyldustofa hefur lausa til umsóknar 100% stöðu MST meðferðaraðila tímabundið til eins árs með möguleika á framtíðarstarfi. MST er gagnreynd meðferð fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Meðferðin miðar að því að draga úr vandanum með því að efla bjargráð foreldra og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldum og fer fram á heimili og í nærumhverfi fjölskyldunnar.
MST meðferðaraðili sinnir meðferð fjölskyldna og barna undir handleiðslu teymisstjóra í samvinnu við lykilaðila. Meðferðaraðilinn heldur meðferðarfundi og er aðgengilegur forsjáraðilum barns í síma innan umsamins sveigjanlegs vinnutíma. Vinnuspönn starfsmanns er 36 klst. á viku en vinnutími getur verið breytilegur, auk þess sem gert er ráð fyrir að meðferðaraðili sinni bakvöktum á kvöldin, nóttunni og um helgar, viku í senn nokkur skipti yfir árið. Meðferðaraðilinn gerir vikulegar skráningar á meðferðarvinnu og meðferðaráætlun fyrir faghandleiðslu teymis. Einnig tekur hann þátt í klínískri starfsþróun með teymisstjóra og erlendum MST sérfræðingi.
- Meistarapróf og starfsleyfi sem sálfræðingur eða félagsráðgjafi með klíníska reynslu.
- Þekking og reynsla í hugrænni atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð, atferlismótun og félagsnámskenningum.
- Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum í þjónustu við börn og fjölskyldur.
- Þekking á sviði frávika í hegðun og þroska barna og unglinga, matsaðferðum og greiningarhugtökum.
- Sérmenntun í meðferðarvinnu sem nýtist í starfi er æskileg.
- Góð íslensku- og enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli.
- Hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hafa áhuga og forsendur til þess að tileinka sér aðferðir MST.
- Góð samstarfshæfni, sveigjanleiki og jákvætt viðhorf til skjólstæðinga og samstarfsaðila.
- Gild ökuréttindi.
















