Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Matráður við leikskólann Eyrarvelli
Eyrarvellir er átta deilda leikskóli þar af sex starfrækar og dvelja þar um 97 ásamt 30 starfsmönnum. Leikskólinn er skipaður góðu og metnaðarfullu fagfólki. Eyrarvellir vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar ásamt því að styrkja innleiðingu nemendalýðræðis. Leikskólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sér um öll almenn störf í mötuneytinu, bakstur, þrif og að farið sé eftir matseðlum sveitafélagsins.
- Þjálfar og útdeilir verkefnum til aðstoðarmatráðs í samráði við leikskólastjóra.
- Útbýr sérfæði fyrir þá nemendur og starfsmenn sem þess þurfa af heilsufarsástæðum.
- Ber ábyrgð á daglegum þrifum og mælingum á hitastigi fyrir HRAUST.
- Heldur þvottahúsi, búri sem og kaffistofu starfsmanna snyrtilegu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Menntun í matreiðslu er æskileg
- Reynsla af matreiðslu er skilyrði.
Fríðindi í starfi
Íþrótta- og tómstundarstyrkur
Advertisement published11. November 2024
Application deadline25. November 2024
Language skills
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)
Afgreiðsla/Grill
Holtanesti
Viltu grilla með okkur?
Hagavagninn
Starfskraftur í eldhús
Múlabær
Starfsmaður í 80% starf í eldhús Hámu Háskólatorgi.
Félagsstofnun stúdenta
Starf í mötuneyti Landsbankans
Landsbankinn
Aðstoðarmatráður óskast
Furugrund
Starfsmaður í íbúaeldhús – Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili
Grillari / Afgreiðsla
Tasty
Veitingastjóri Aktu Taktu Stekkjarbakka
Aktu Taktu
Pizza Popolare - Afgreiðsla og eldhús - Akureyri & Reykjavik
Pizza Popolare
Matreiðslumaður / Kitchen staff
Tres Locos
Morgunverðareldhús/ Breakfast kitchen assistant
Iceland Parliament hótel