Furugrund
Furugrund er sex deilda leikskóli með 97 nemendur. Starfsfólk leikskólans starfar eftir uppeldisstefnu um Jákvæðan aga. Áhersla er lögð á vellíðan barna, sterka tilfinningagreind og lausnamiðaða hugsun sem leiðir til aukins vaxtar og þroska.
Einkunnarorð leikskólans eru virðing, hlýja, öryggi og traust og eru þau okkur mikilvæg í öllum samskiptum og framkomu. Borin er virðing fyrir hverjum og einum einstakling og börnunum kennt mikilvægi þess að hlusta á alla og virða skoðanir hvors annars. Öllum í leikskólanum er sýnd hlýja og einnig er ýtt undir mikilvægi samkenndar, umhyggju og vináttu hjá börnunum.
Börnunum í Furugrund er tryggt öryggi með stöðugleika í skipulagi og viðmóti þannig að þau upplifi sig örugg í leikskólanum og séu frjáls til að vera þau sjálf. Í leik og starfi er ýtt undir sjálfshjálp barnanna og þeim treyst til að spreyta sig í hvívetna, gera mistök og læra af þeim.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru einnig þáttur af okkar stefnu en Furugrund er Réttindaskóli UNICEF en í því felst að byggja upp lýðræðislegt umhverfi, standa vörð um réttindi barna og rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpar börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í samfélaginu okkar.
Aðstoðarmatráður óskast
Aðstoðarmatráður óskast til starfa í leikskólann Furugrund.
Í leikskólanum eru 97 börn. Í skólanum er unnið eftir jákvæðum aga og eru einkunnarorð skólans rauði þráðurinn í skólastarfinu en þau eru virðing, hlýja, öryggi og traust.
Aðstoðarmatráður sér meðal annars um að undirbúa og framreiða mat fyrir nemendur og starfsmenn skólans. Hann tekur þátt í frágangi og almennum þrifum í eldhúsi leikskólans.
Leikskólinn starfar í tveimur húsum og sér aðstoðarmatráður meðal annars um að flytja matarvagn milli húsa. Viðkomandi þarf að geta leyst matráð af eftir þörfum.
Um er að ræða 50% stöðu með möguleika á afleysingarstöðu inni á deildum til að auka starfshlutfallið upp í allt að 100% starf.
Vinnutími er að lágmarki frá 9:00-13:00
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoð við matseld og undirbúningur matar- og kaffitíma fyrir börn og starfsfólk.
- Sér um uppvask.
- Sér um þrif á eldhúsi samkvæmt þrifaáætlun – gólfþrif undanskilin.
- Sér um þvotta, frágang og heldur þvottahúsi og vélum snyrtilegum.
- Heldur kaffistofu starfsmanna snyrtilegri.
- Í forföllum matráðs tekur viðkomandi upp starfslýsingu matráðs
- Aðstoðar matráð við skipulag starfs í eldhúsi.
- Sinnir öðrum þeim störfum sem yfirmaður felur honum.
- Situr starfsmannafundi eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg.
- Áhugi og þekking á matreiðslu.
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum.
- Frumkvæði, sveigjanleiki og gott skipulag í vinnubrögðum.
- Góð íslenskunátta.
Advertisement published19. November 2024
Application deadline8. December 2024
Language skills
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Furugrund 1, 200 Kópavogur
Furugrund 3, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
Kitchen workPositivityPlanningFlexibility
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Afgreiðsla/Grill
Holtanesti
Viltu grilla með okkur?
Hagavagninn
Starfskraftur í eldhús
Múlabær
Starfsmaður í 80% starf í eldhús Hámu Háskólatorgi.
Félagsstofnun stúdenta
Starf í mötuneyti Landsbankans
Landsbankinn
Starfsmaður í íbúaeldhús – Sólvangur
Sólvangur hjúkrunarheimili
Grillari / Afgreiðsla
Tasty
Veitingastjóri Aktu Taktu Stekkjarbakka
Aktu Taktu
Pizza Popolare - Afgreiðsla og eldhús - Akureyri & Reykjavik
Pizza Popolare
Matreiðslumaður / Kitchen staff
Tres Locos
Matráður við leikskólann Eyrarvelli
Fjarðabyggð
Morgunverðareldhús/ Breakfast kitchen assistant
Iceland Parliament hótel