

Lögfræðingur
Samgöngustofa leitar að öflugum lögfræðingi í lögfræðideild stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100%.
-
Vinna við innleiðingu Evrópugerða, þ. á m. mat á áhrifum.
-
Vinna við lagafrumvörp og drög að reglugerðum á sviði samgöngumála.
-
Lögfræðilegur stuðningur við fagsvið stofnunarinnar.
-
Úrvinnsla lögfræðilegra úrlausnarefna á sviði umferðar, flugs og siglinga, þar með talið meðferð mála í réttindum farþega.
-
Skrif álitsgerða og framsetning lögfræðilegs efnis í riti og á vef.
-
Svar almennra lagalegra fyrirspurna til Samgöngustofu.
-
Samskipti við innlend stjórnvöld og hagsmunaaðila.
-
Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.
-
Grunn- og meistaranám í lögfræði.
-
Haldgóð reynsla eða þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu er æskileg.
-
Reynsla eða þekking á Evrópurétti, Þjóðarétti og EES-samningnum er nauðsynleg.
-
Reynsla og þekking á regluverki samgöngumála er nauðsynleg og reynsla og þekking á fleiri en einum málaflokki Samgöngustofu er kostur.
-
Mjög gott vald á íslensku og ensku, í rituðu og töluðu máli nauðsynlegt. Góð færni í einu Norðurlandamáli æskileg.
-
Mjög góð samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi.
-
Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun. Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.










