

Sérfræðingur í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild
Samgöngustofa leitar að öflugum sérfræðingi í flugleiðsögu-, flugvalla- og flugverndardeild. Í starfinu felast fjölbreytt verkefni, m.a. framkvæmd eftirlits, rýni stjórnkerfa/handbóka leyfishafa og mati á hlítni (compliance) leyfishafa við kröfur. Einnig verk tengd innra starfi deildarinnar, t.d. rýni alþjóðkrafna, gerð áhrifamata og ritun verklagsreglna. Við leitum að sérfræðingi sem á auðvelt með að takast á við ólík og ný verkefni, er tilbúin að vinna í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð, sjálfstæði og samskiptahæfni. Upplýsingar um ábyrgðarsvið deildarinnar má finna á heimasíðu stofnunarinnar. Starfshlutfall er 100%.
-
Framkvæmd eftirlits,
-
Rýni stjórnkerfa/handbóka leyfishafa,
-
Mat á hlítni (compliance) leyfishafa við kröfur,
-
Verkefni tengd innra starfi deildarinnar t.d. rýni alþjóðakrafna, gerð áhrifamata og ritun verklagsreglna,
-
Önnur tilfallandi verkefni sem tilheyra deildinni.
-
Háskólamenntun og/eða önnur menntun á sviði flugs sem nýtist í starfi.
-
Reynsla af eftirlitsstörfum eða reynsla á sviði gæða-, öryggis- og/eða verndarstjórnunar.
-
Góðir samskiptahæfileikar, frumkvæði, hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu og jákvætt viðmót.
-
Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð.
-
Greiningarhæfni og góð almenn tölvukunnátta.
-
Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli, til úrvinnslu og framsetningu texta og upplýsinga.
-
Hæfni til að læra og tileinka sér nýja kunnáttu og beita henni.













