
Löglærður fulltrúi sýslumanns
Sýslumaðurinn á Austurlandi auglýsir starf löglærðs fulltrúa, með starfsstöð á Eskifirði, laust til umsóknar. Starfið felur í sér stjórnsýslumeðferð mála á grundvelli lögræðislaga, laga um nauðungarsölu, laga um aðför, hjúskaparlaga, barnalaga, erfðalaga o.fl.
Um fullt starf er að ræða og gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður hefji störf á fyrri hluta ársins 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining, úrlausn, ákvarðanir um málsmeðferð og eftirfylgni mála.
- Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við þjónustuþega.
- Samskipti við önnur stjórnvöld.
Þátttaka í nýsköpun og framþróun í málaflokknum sýslumanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
- Starfsreynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
- Geta til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna.
- Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Skipulögð og öguð vinnubrögð.
- Geta til að vinna undir álagi.
- Góð tölvukunnátta.
- Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
- Almenn ökuréttindi.
Advertisement published7. March 2025
Application deadline28. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Strandgata 52, 735 Eskifjörður
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (9)

Lögfræðingur
Samgöngustofa

Lögfræðingur hjá Persónuvernd
Persónuvernd

Reynslumikill lögfræðingur á tjónasviði
Vörður tryggingar

Legal Officer Internal Market Division VA 08/2025
EFTA Secretariat

Temporary Officers (Policy and Legal) - IMD - VA 07/2025
EFTA Secretariat

Policy Officers Internal Market Division VA 06/2025
EFTA Secretariat

Policy Officer Internal Market Division VA 05/2025
EFTA Secretariat

Lögfræðingur
Norðurorka hf.

Sumarstörf fyrir háskólanema
Intellecta