Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Austurlandi

Löglærður fulltrúi sýslumanns

Sýslumaðurinn á Austurlandi auglýsir starf löglærðs fulltrúa, með starfsstöð á Eskifirði, laust til umsóknar. Starfið felur í sér stjórnsýslumeðferð mála á grundvelli lögræðislaga, laga um nauðungarsölu, laga um aðför, hjúskaparlaga, barnalaga, erfðalaga o.fl.

Um fullt starf er að ræða og gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður hefji störf á fyrri hluta ársins 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining, úrlausn, ákvarðanir um málsmeðferð og eftirfylgni mála.
  • Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við þjónustuþega.
  • Samskipti við önnur stjórnvöld. 

Þátttaka í nýsköpun og framþróun í málaflokknum sýslumanna.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði. 
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Geta til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulögð og öguð vinnubrögð.
  • Geta til að vinna undir álagi. 
  • Góð tölvukunnátta.
  • Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
  •  Almenn ökuréttindi.
Advertisement published7. March 2025
Application deadline28. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Strandgata 52, 735 Eskifjörður
Type of work
Professions
Job Tags