

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Við leitum að öryggissinnuðum kerfisstjóra/geimfara sem lifir og hrærist í tölvuöryggi – hvort sem það er í skýjakerfum eða í on-prem innviðum. Ef þú býrð yfir djúpri þekkingu á Azure og Microsoft 365, hefur góða yfirsýn yfir upplýsingakerfi og ert með sterkar hugmyndir sem tryggja öruggt og skalanlegt tæknilandslag, þá ertu sá sem við leitum að.
Sem Atmos geimfari ert þú hluti af teymi sem vinnur að áhugaverðum og krefjandi verkefnum í íslensku, útlensku og geimlensku umhverfi sem snúa að mestu að skýjalausnum:
- Hönnun, viðhald og bestun á öruggu tæknilandslagi fyrir viðskiptavini Atmos Cloud
- Eftirlit með kerfum, atvikagreining og viðbrögð
- Öryggisstillingar og verndun innviða
- Ábyrgð á því að kerfi viðskiptavina séu örugg, stöðug og keyri sem næst óaðfinnanlega
- Sjálfvirknivæðing
Við höfum tölvuleikjahetjur, hlaupara, fjalla- og veghjólara, skíðamenn/brettamenn, fluguveiði amature-a, gym og heilsuræktar unnendur og styrktaraðilar, hestafólk, sundgarpa, kokka og fleiri tegundir af geimförum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að vera hamingjusamt fjölskyldufólk. Allir hér eru að bíða eftir að verða vinur þinn!
- Heima internet og farsímanotkun
- Einstaklings og hópa hvatakerfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Sveiganleiki á vinnuaðstöðu
- Frábær vinnuaðstaða og skemmtilegt starfsfólk
- Frábært kaffi, drinks and snacks
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Djúp reynsla og brennandi áhugi af af öryggismálum í upplýsingartækni
- Microsoft Azure (5+ ára reynsla)
- Microsoft 365 (5+ ára reynsla)
- Flutningur á tækniinnviðum í Microsoft skýin
- Daglegur rekstur upplýsingakerfa í Microsoft 365 og Azure
- Eftirlit með kerfum viðskiptavina og viðbrögð við rekstraratvikum
- Hafa tæknilega sýn, frumkvæði og leiðtogahæfileika
- Reynsla af sjálfvirknivæðingu er mikill kostur
- Frábær samskiptafærni og brennandi áhugi fyrir krefjandi verkefnum
- Jákvæðni
- Bílpróf (bíll til umráða er kostur)
- Önnur menntun og/eða reynsla sem nýtist útí geimnum
Við elskum skýjalausnir, til tunglsins og til baka. Við viljum einfalda tölvurekstur fyrirtækja, auka skilvirkni, öryggi og kostnaðarvitund.
Atmos Cloud er ört vaxandi fyrirtæki sem tileinkar sér menningu stöðugrar umbóta og að verða betri í dag en í gær. Traust og áreiðanleiki er aðalsmerki okkar og við tryggjum vönduð vinnubrögð á settum tíma. Góð þjónustulund og léttleiki í samskiptum okkar skapar velkomið umhverfi þar sem öllum líður vel. Allir hafa rödd og skoðanir allra virtar. Við þjónustum alla og elskum alla, við erum geimfarar ekki geimverur.













