Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra upplýsingatæknideildar stofnunarinnar. Um er að ræða nýtt starf en hingað til hefur deildin heyrt beint undir sviðsstjóra þróunar- og tæknisviðs. Starfstöð deildarstjóra er á Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, en starfsfólk deildarinnar dreifist á tvær starfsstöðvar Vinnumálastofnunar.

Upplýsingatæknideild ber ábyrgð á rekstri og þróun upplýsingatæknikerfa Vinnumálastofnunar, rekstri tæknilegra innviða stofnunarinnar s.s. netþjónum, net- og tölvubúnaði, notendaaðstoð við starfsfólk stofnunarinnar, og stefnumótun og áætlanagerð upplýsingatæknimála.

Deildin vinnur náið með öðrum sviðum stofnunarinnar, birgjum og öðrum samstarfsstofnunum.

Leitað er að einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri þróunar- og tæknisviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og rekstur deildarinnar. 

  • Stefnumótun og áætlanagerð upplýsingatæknimála í samráði við sviðsstjóra þróunar- og tæknisviðs. 

  • Ábyrgð á þróun, nýsköpun og stefnumótun upplýsingatæknimála. 

  • Ábyrgð á viðhaldi, nýsmíði og framþróun tölvukerfa. 

  • Ábyrgð á rekstri og umsýslu tölvukerfa og gagnagrunna. 

  • Ábyrgð á notendaþjónustu til starfsfólks stofnunarinnar. 

  • Innleiðing, framþróun og stuðningur við starfsfólk vegna Microsoft 365 skýjalausna. 

  • Ábyrgð á öryggismálum tæknimála í samráði við sviðsstjóra þróunar- og tæknisviðs. 

  • Frumkvæði í þróun upplýsingatækni og tryggja að upplýsingakerfi og tækjabúnaður uppfylli kröfur og þarfir notenda. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur. 

  • Reynsla af rekstri og þróun upplýsingatæknikerfa. 

  • Farsæl stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. 

  • Reynsla af öryggismálum er kostur. 

  • Geta til að vinna sjálfstætt, skipuleggja og undir álagi. 

  • Góð hæfni til að vinna í teymi og góð samskiptahæfni. 

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. 

Advertisement published21. July 2025
Application deadline6. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Grensásvegur 9, 108 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags