
Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í fjölbreytt starf ráðgjafa viðskiptalausna á skrifstofur fyrirtækisins í Reykjavík og Akureyri.
Leitað er að lausnamiðuðum einstakling sem hefur áhuga á hröðum heimi upplýsingatækninnar. Í boði er skemmtilegt starf hjá spennandi fyrirtæki með miklum framtíðartækifærum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ráðgjöf til viðskiptavina á Microsoft Business Central
- Þjónusta, ráðgjöf og ferlagreiningar
- Samskipti við viðskiptavini og virk tengslamyndun
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af notkun Navision / Microsoft Business Central
- Reynsla af birgðahaldi, innkaupum, tollavinnslu og/eða smásölu er kostur
- Þekking og áhugi á stafrænum lausnum og nýjungum
- Drifkraftur og frumkvæði
Wise er ört vaxandi þekkingarfyrirtæki, sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum og býður yfirgripsmikla þjónustu fyrir fyrirtæki með það að markmiði að veita viðskiptavinum forskot í rekstri þeirra.
Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst 2025 en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.













