Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Kennsluráðgjafi skólaþjónustu fjölskyldusviðs

Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af kennslu og ráðgjöf til leik- og grunnskóla? Hefur þú brennandi áhuga á menntamálum og velferð barna? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Starf kennsluráðgjafa skólaþjónustu fjölskyldusviðs heyrir undir stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu Fjarðabyggðar. Kennsluráðgjafi í skólaþjónustu veitir faglega ráðgjöf og stuðning til skólastjórnenda, kennara og annars starfsfólks skóla með það að markmiði að bæta kennsluhætti og stuðla að árangri og vellíðan nemenda. Verkefnin miða að því að efla faglega þróun skólastarfs og stuðla að aukinni gæði í kennslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðleggur kennurum varðandi kennsluaðferðir, námsmat og einstaklingsmiðað nám.
  • Veitir stuðning við innleiðingu á nýjum námskrám, kennsluhugmyndum og stefnumótun.
  • Aðstoða við þróun á námsefni og stuðningsáætlunum fyrir nemendur með fjölbreyttar þarfir.
  • Er til ráðgjafar í málum barna í samþættri þjónustu og tekur þátt í teymisvinnu.
  • Starfar sem hluti af teymi skólaþjónustu og samþættingar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu.
  • Kennslureynsla úr grunnskólum.
  • Viðbótarnám í sérkennslu eða annað sérnám sem nýtist í starfi.
  • Þekking á málefnum skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar er æskileg.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Geta til að taka þátt í og stjórna breytingum.
  • Áhugi á þátttöku í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Skiplagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Mjög gott vald á íslenskri tungu
Advertisement published3. February 2025
Application deadline1. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags