Laugarnesskóli
Laugarnesskóli

Umsjónarkennari í Laugarnesskóla - tímabundin ráðning

Laugarnesskóli auglýsir lausa stöðu umsjónarkennara á miðstigi út skólaárið 2024-2025 vegna forfalla.
Laugarnesskóli stendur við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.- 6. bekk. Einkunnarorð skólans eru lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur og ósk. Í Laugarnesskóla er allt starfsfólk samstíga og vinnur saman að stefnumörkun og forgangsröðun. Skólastarfið á að vera uppbyggjandi þar sem metnaður ríkir og virðing er borin fyrir hverjum og einum. Kennsluhættir í Laugarnesskóla einkennast af fjölbreytni þar sem skólinn reynir að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga nemenda. Skólaumhverfi skólans á að vera hlýlegt og aðlaðandi fyrir alla þá sem tengjast skólanum.
Um er að ræða starf umsjónarkennara í 6. bekk en í árganginum eru fimm bekkir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og mun starfa í teymi með umsjónarkennurum árgangsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskólanna með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda.
  • Að vinna við námsmat í Mentor, nemendaskrár og aðrar nauðsynlegar skýrslur.
  • Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi.
  • Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
  • Mikil samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Góð tölvukunnátta.
Advertisement published3. February 2025
Application deadline17. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Kirkjuteigur 24, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags