Stekkjaskóli
Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fyrsti áfangi nýbyggingar skólans var tekinn í notkun í mars á þessu ári og 2. áfangi skólans verður tilbúinn skólaárið 2024-2025. Í Stekkjaskóla eru 230 nemendur í 1.-6. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af menntastefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag.
Forfallakennari óskast
Auglýst er eftir grunnskólakennara / list- og verkgreinakennara vegna forfalla í tímabundna stöðu frá og með 10. febrúar eða eftir samkomulagi. Óskað er eftir kennara í 100% starfshlutfall. Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennara sem vill kenna í skóla sem m.a. leggur áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og skapandi skólastarf. Þekking, hæfni og áhugi á upplýsingatækni er mikilvæg ásamt þátttöku í skólaþróun.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda.
- Fylgjast með velferð nemanda, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo þeir fái notið sín sem einstaklingar.
- Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf grunnskólakennara
- Reynsla af teymiskennslu kostur
- Góð þekking á upplýsingatækni mikilvæg
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Áhugi á skólaþróun og skapandi kennsluháttum mikilvægur
Advertisement published31. January 2025
Application deadline6. February 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Heiðarstekkur 10, 800 Selfossi
Type of work
Skills
ProactiveIndependencePlanningTeam work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)
Lausar stöður í Marbakka
Marbakki
Afleysingastörf í grunnskólum og tónlistarskóla
Hafnarfjarðarbær
Kennsluráðgjafi skólaþjónustu fjölskyldusviðs
Fjarðabyggð
Umsjónarkennari í Laugarnesskóla - tímabundin ráðning
Laugarnesskóli
Leikskólar LFA - Viltu vera með ?
LFA ehf.
Forfallakennari - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Myndmenntakennari óskast í Snælandsskóla
Snælandsskóli
Leikskólakennari óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir
Sérkennari í grunnskólahluta Dalskóla
Dalskóli
Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli
Umsjónakennari óskast
Stekkjaskóli
PISA - fyrirlögn á Norðurlandi vestra
Mennta- og barnamálaráðuneyti