Yfirflokkstjóri í Vinnuskóla
Yfirflokkstjóri í Vinnuskóla sinnir ábyrgðarstarfi í skemmtilegasta sumarstarfinu 2025.
Starfið felst í að sjá um starf flokkstjóra og hluta þeirra 1.200 ungmenna sem sækja Vinnuskólann í Kópavogi þetta sumarið.
Yfirflokkstjóri skipuleggur vinnu og í samráði við skrifstofu Vinnuskólans allt það starf sem fram fer í sumar hjá ungmennum Kópavogsbæjar.
Starfið hefst um miðjan maí og lýkur um miðjan ágúst.
Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní til ágúst ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 2008 – 2011) kostur á að vinna við fjölbreytt störf hjá bæjarfélaginu. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Í skólanum er unglingum kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.
- Ber ábyrgð á starfi vinnuflokka og skilum á vinnu þeirra.
- Sér um skráningu vinnutíma flokkstjóra
- Hefur umsjón með þeim verkfærum sem vinnuhópar nota
- Aðstoðar flokkstjóra við úrvinnslu verkefna
- Hugmyndavinna með öðrum stjórnendum að framþróun Vinnuskólans.
- Reynsla af starfi Vinnuskóla æskileg.
- Stundvísi og góð mæting skilyrði.
- Ökuréttindi skilyrði.
- Lágmarksaldur umsækjanda er 22 ár.