

Íþróttakennari – Lækjarskóli
Lækjarskóli auglýsir eftir íþróttakennara í tímabundið starf skólaárið 2025-26
Starfshlutfall 80-100%.
Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins, þar af tæplega 140 á unglingastigi. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.
Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum íþróttakennara til að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi með okkur.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast almenna íþrótta- og sundkennslu fyrir skólann
- Taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og mótum á skólastarfi
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Vinna samkvæmt stefnu skólans
- Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar og hæfniskröfur:
- Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
- Fullgild réttindi til sundkennslu
- Haldgóð þekking á kennslufræði íþrótta
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Stundvísi og samviskusemi
- Mjög góða íslenskukunnátta
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband Dögg Gunnarsdóttur, skólastjóra, [email protected]
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.
Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2025.
Greinargóð ferilsskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.


































