

Hjúkrunarfræðingur á vöknun í Fossvogi
Við óskum eftir að ráða metnaðarfullan hjúkrunarfræðingi til starfa á vöknun í Fossvogi.
Vöknun er frábær vinnustaður þar sem samvinna, faglegt starf og öryggi sjúklinga eru höfð að leiðarljósi. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust frá 1. september 2025. Unnið er á þrískiptum vöktum.
Nýtt starfsfólk fær þjálfun eftir þörfum hvers og eins með reyndum hjúkrunarfræðingi.
Á vöknun starfa 6 sjúkraliðar og um 40 hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Vöknun hefur aðsetur á þremur stöðum, E6 Fossvogi, 12A Hringbraut og 23A kvennadeild. Deild E6 þjónar börnum og fullorðnum eftir svæfingar og slævingar við skurðaðgerðir og önnur inngrip. Deildin er opin allan sólarhringinn, flestir sjúklingar koma eftir skipulagðar aðgerðir á dagvinnutíma en deildin tekur einnig á móti sjúklingum eftir bráðaaðgerðir á kvöldin, nóttunni og um helgar. Vöknun heyrir undir skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.


























































