Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir lausa til umsóknar stöðu heilbrigðisfulltrúa með starfssvæði á Vesturlandi og í Kjósarhreppi. Skrifstofa er í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda og hafa umsjón með leyfisveitingum fyrirtækja og eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi í samræmi við eftirlitsáætlun hverju sinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum
  • Útgáfa starfsleyfa, skráning og skýrslugerð
  • Fagleg ráðgjöf og umsagnir
  • Móttaka ábendinga og kvartana
  • Gerð gátlista og verklagsreglna
  • Fræðsla og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnana og almennings
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Krafa er um háskólamenntun á sviði matvæla, raunvísinda, verkfræði, heilbrigðisvísinda eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi. 
  • Viðkomandi þarf að hafa eða afla sér réttinda til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi skv. reglugerð 571/2002 um menntun og skyldur heilbrigðisfulltrúa.
  • Viðkomandi þarf að hafa mjög gott vald á íslensku, bæði rituðu og töluðu máli og eiga auðvelt með samskipti við fólk.
  • Bílpróf er skilyrði.
Fríðindi í starfi
  • Heilbrigðiseftirlit Vesturlands er fjölskylduvænn vinnustaður sem getur boðið uppá sveigjanlegan vinnutíma.
Advertisement published19. November 2024
Application deadline3. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Innrimelur 3, 301 Akranes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Driver's licencePathCreated with Sketch.Report writingPathCreated with Sketch.Customer service
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags