Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Leitað er að öflugum og framsæknum leiðtoga til að leiða málaflokkinn inn í spennandi tíma.

Skóla- og frístundasvið ber ábyrgð á skipulagi, rekstri og þjónustu leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva og hefur umsjón með daggæslu í heimahúsum. Jafnframt heyrir rekstur skólahljómsveita og eins tónlistarskóla undir sviðið.

Markmið sviðsins er að veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða skóla- og frístundaþjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi. Þjónusta sviðsins snertir rúmlega 22 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Fjöldi starfsfólks á sviðinu er um sex þúsund.

Launakjör sviðsstjóra heyra undir ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri heyrir beint undir borgarstjóra og um störf hans gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Ráðið er í starf sviðsstjóra af borgarráði til fimm ára í senn.
Ábyrgðasvið
  • Ábyrgð á stjórnun, framkvæmd og samhæfingu þjónustu skóla- og frístundasviðs í samræmi við lög og reglugerðir, menntastefnu Reykjavíkurborgar og aðrar stefnur borgarinnar sem málaflokkinn varða.
  • Ábyrgð á rekstri og stjórnsýslu sviðsins, þ.m.t. fjármálum og starfsmannamálum.
  • Ábyrgð á framkvæmd skóla- og frístundaþjónustu í miðstöðvum borgarinnar.
  • Undirbúningur mála fyrir skóla- og frístundaráð og ábyrgð og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins.
  • Stefnumótun í skóla- og frístundamálum í samvinnu við skóla- og frístundaráð.
  • Forysta við þróun og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða í skóla- og frístundamálum ásamt mati á árangri og eftirliti.
  • Ábyrgð á starfs- og fjárhagsáætlun ásamt annarri áætlanagerð fyrir skóla- og frístundasvið.
  • Samráð og samstarf við sjálfstætt starfandi leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla í Reykjavík.
  • Samráð og samstarf við opinbera aðila í skóla- og frístundamálum innanlands og utan.
  • Tilheyrir yfirstjórn og neyðarstjórn Reykjavíkurborgar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er nauðsynleg.
  • Víðtæk þekking og reynsla af málefnum leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs.
  • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla ásamt reynslu af því að leiða breytingar.
  • Víðtæk þekking og reynsla af rekstri og mannaforráðum.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótunarvinnu, þjónustustarfsemi og áætlunargerð.
  • Þekking og reynsla af samningagerð og undirbúningi samninga.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Mjög góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur.
Advertisement published8. November 2024
Application deadline24. November 2024
Language skills
No specific language requirements
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.LeadershipPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.Personnel administrationPathCreated with Sketch.Business strategy
Professions
Job Tags