Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals á Egilsstöðum
Húsasmiðjan leitar að metnaðarfullum leiðtoga til að reka verslun okkar á Egilsstöðum. Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir þjónustu og fólki, er söludrifinn og hefur jákvætt hugarfar. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir réttan aðila til að vera þátttakandi í frekari uppbyggingu á örum og spennandi markaði.
Húsasmiðjan er leiðandi á byggingavörumarkaði, með sterk og vönduð vörumerki. Blómaval þjónustar blóma- og garðáhugafólki allt árið um kring.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og ábyrgð á daglegri starfsemi, rekstri og afkomu
- Sköpun og eftirfylgni viðskiptasambanda
- Umsjón með innkaupum og birgðahaldi
- Umsjón með starfsmannamálum
- Stuðla að jákvæðum starfsanda og starfsumhverfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stjórnunarreynsla og hæfni til að leiða fólk til árangurs
- Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
- Góð þekking á verslunarrekstri og/eða á byggingavörumarkaði
- Reynsla af sölustörfum, sölustjórnun og viðskiptatengslum er kostur
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla
- Aðgangur að orlofshúsum
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur
- Afsláttarkjör í verslunum okkar
Advertisement published12. November 2024
Application deadline26. November 2024
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Sólvangur 7, 700 Egilsstaðir
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)
BYKO auglýsir eftir svæðisstjóra fagaðila í verslun BYKO á A
Byko
Deildarstjóri á gæðatrygginga-og gæðaeftirlitsdeild
Coripharma ehf.
Deildarstjóri umsjónardeildar á Austursvæði
Vegagerðin
Járnsmiður og trésmiður 100% störf
KRUMMA EHF
Blikksmiður og eða smiður
Blikksmiðja Ágústs Guðjónss ehf
Veitingastjóri Aktu Taktu Stekkjarbakka
Aktu Taktu
Deildarstjóri Material Support / Manager Material Support
Icelandair
Framkvæmdastjóri
Knattspyrnufélagið Víkingur
Verslunarstjóri, Lindex Egilsstaðir
Lindex
Umsjónarmaður húsnæðis- og öryggismála
Þjóðminjasafn Íslands
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg
Verslunarstjóri
Søstrene Grene