Snæfellsbær
Snæfellsbær

Hafnarstjóri í Snæfellsbæ

Staða hafnarstjóra í Snæfellsbæ er laus til umsóknar.

Sjávarútvegurinn er ein af mikilvægustu atvinnugreinunum í Snæfellsbæ og eru reknar þrjár hafnir í bæjarfélaginu; í Ólafsvík, Rifi og á Arnarstapa. Auk þess á Hafnarsjóður Snæfellsbæjar hafnarmannvirki á Búðum og Hellnum.

Næsti yfirmaður hafnarstjóra er bæjarstjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegur rekstur og stjórnun hafnanna
  • Undirbúningur og gerð fjárhagsáætlana, ásamt eftirfylgni
  • Umsjón með viðhaldi mannvirkja, fasteigna og tækja í eigu hafnarsjóðs
  • Umsjón og eftirlit með hafnarþjónustu
  • Upplýsingagjöf og eftirfylgni ákvarðana hafnarstjórnar
  • Samskipti við opinbera aðila og atvinnulífið
  • Umsjón og ábyrgð á starfsmannamálum hafnanna
  • Umsjón og eftirlit með öllum framkvæmdum hafnanna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði
  • Reynsla og þekking á stjórnun og rekstri
  • Reynsla af störfum tengdum sjávarútvegi er kostur
  • Þekking á hafnarmálum og atvinnulífi í Snæfellsbæ er kostur
  • Samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi 
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Advertisement published25. September 2025
Application deadline10. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Klettsbúð 4, 360 Hellissandur
Type of work
Professions
Job Tags